Þung gagnrýni fjölmiðlafræðings á RÚV

Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur skrifar grein í Morgunblaði dagsins undir fyrirsögninni „RÚV skilur ekki bandarískt sjónvarp“ þar sem hún útskýrir pólitíska íhlutun demókratískt vilhallra fjölmiðla. Íris bendir á að þættir Stephens Colberts og Jimmys Kimmels eru engir „skemmtiþættir” heldur séu þeir pólitískir áróðursþættir sem halda uppi Trump hatri og anti-íhaldsáróðri:

„Síðan í janúar 2023 hefur Jimmy Kimmel boðið 58 demókrötum og tveimur repúblikönum að vera gestir á Jimmy Kimmel Live! Fjöldi demókrata á Late Show with Stephen Colbert: 176. Rpúblíkanar 1. Þáttur Colberts kostaði 100 milljónir dollara árlega í framleiðslu. Tapið á þættinum var 40 milljónir dollara. Óhætt er að segja að sú upphæð sé gjöf, framlag CBS til Demókrataflokksins.“

Björn Bjarnason, fv. ráðherra, skrifar um greinina:

„Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur nálgast fjölmiðlun úr annarri átt en fellur að fréttum íslenskra fjölmiðla sem hafa fréttastofu ríkisútvarpsins og ráðandi öfl í Blaðamannafélagi Íslands sem viðmið. Grein Írisar í Morgunblaðinu í dag (26. september) hefur þetta leiðarstef: „RÚV telur það mun meiri harmleik að Jimmy Kimmel skuli hafa misst vinnuna en að Charlie Kirk hafi verið tekinn af lífi fyrir framan fjölskyldu sína.“

Íris Erlingsdóttir gerir að umtalsefni skyldur fjölmiðlafólks vestan hafs og á Íslandi og endaði grein sína á þessum orðum:

„Ríkisfjölmiðillinn, sem landsmenn verða nauðugir viljugir að gefa sex milljarða króna á ári, er vanur því að geta dreift lygum og pólitískum áróðri yfir þjóðina og að geta brotið lög um stofnunina dag hvern án þess að það hafi nokkrar afleiðingar fyrir áróðursmeistarana í Efstaleitinu.“

Fara efst á síðu