Þrjár skotárásir á 20 mínútum í Stokkhólmi í nótt – auk handsprengjuárásar á fjölbýlishús

Ef einhver heldur, að friður sé að færast yfir Svíþjóð, þá er raunveruleikinn hið gagnstæða. Daglegar skotárásir ásamt sprengjuhryðjuverkum gera Svíum lífið óbærilegt. Krakkar á gelgjuskeiði ferðast um með virkar handsprengjur og hríðskotabyssur í almenningsfarartækjum og bara tímaspursmál þar til eitthvað hræðilegt gerist og í stærra mæli en áður.

Í nótt voru þrjár skotárásir í Stokkhólmi. Að auki var sprengjuhryðjuverk framið aðfaranótt miðvikudags gegn fjölbýlishúsi í Stokkhólmi. Nóttin var martröð fyrir lögregluna sem var kölluð út vegna þriggja mismunandi skotárása á 20 mínútum. Fyrsta tilkynning kom rétt eftir klukkan 21:30 þegar skotið var á íbúð í Brandbergen. Daniel Wikdahl, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar, segir við Aftonbladet:

„Okkur hefur tekist að slá því föstu, að skotið var á íbúð með mörgum skotum.”

Skömmu eftir skotárásina í Brandbergen barst lögreglu tilkynning um tvær nýjar skotárásir í Farsta. Annars vegar er sagt að skotið var á fólk utandyra og hins vegar á bústað. Skotárásirnar í Farsta orsökuðu síðan mikla lögregluaðgerð í miðborg Stokkhólms síðar um kvöldið.

Sprengjuárás með handsprengju

Handsprengju var hent inn í stigagang fjölbýlishúss í Tensta á aðfaranótt miðvikudags. Enginn slasaðist þrátt fyrir kraftmikla sprengingu. Lögreglan fór á vettvang og sprengjusveitin kölluð til.

Rannsakendur, stjórnmálamenn, dómarar og lögreglumenn bera allir vitni um sama hlutinn. Mikill meirihluti þeirra sem taka þátt í alvarlegum glæpum eru ekki Svíar. Meirihluti allra þeirra sem framkvæma skotárásir, sprengjuárásir og hnífstungur eru ekki Svíar. Meirihluti allra hópnauðgana eru framdar af öðrum en Svíum. Margir glæpamenn eru sænskir ríkisborgarar en af erlendum uppruna.

Anders Bergström, sem starfaði sem lögreglumaður í 33 ár telur að vísa eigi öllum innfluttum glæpamönnum úr landi. Sænski miðillinn Frelsisfréttin tók viðtal við hann sem sjá má hér að neðan:

Linkar á nokkur dæmi um vargöldina í Svíþjóð frá 11. september s.l.:

Tveir Svíar 16 og 19 ára dregnir fyrir dóm í Danmörku grunaðir um sprengjuárásir nálægt sendiráði Ísraels í Kaupmannahöfn – Lögreglan rannsakar tengsl við skotárás á ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi þriðjudagskvöld.

Skotárásir frá og með 11/9-2024 SærðirMyrtirHlekkir SVT
 2 oktober 202400Brandbergen, Stockholm
 2 oktober 202400Farsta, Stockholm
 2 oktober 202400Farsta, Stockholm
 1 oktober 202400Bandhagen, Stockholm
 29 september 202420Rissne, Sundbyberg
 28 september 202400Märsta, Stockholm
 25 september 202400Hölö, Eskilstuna
 24 september 202410Malmö
 21 september 202401Dalaberg, Uddevalla
 19 september 202401Hallstahammar
 17 september 202400Skarpnäck, Stockholm
15 september 202410Gamla Staden, Malmö
15 september 202400Götene
12 september 202400Gårdstensberget, Göteborg
11 september 202400Södermalm, Stockholm

Fara efst á síðu