Á sunnudagskvöldið voru þrír skotnir í Ruten í Tingbjerg í Kaupmannahöfn. Einn þeirra er látinn, að sögn Martin Kajberg, lögreglustjóra í Kaupmannahöfn. Ekstra Bladet greindi frá.
„Ég get ekki útilokað að fleiri særðir hafi yfirgefið vettvanginn“ sagði Kajberg í viðtali við blaðið.
Búst er við því að hinir tveir sem voru skotnir muni lifi af. Í fyrstu taldi lögreglan að tveir hefðu særst en síðar kom í ljós að þriðji maðurinn hafði yfirgefið staðinn og farið sjálfur á sjúkrahús. Kajberg segir að lögreglan hafi ekki fundið hann í byrjun.
Lögreglan vildi ekki tjá sig um aðdraganda skotárásarinnar að svo stöddu. Samkvæmt fréttamanni Ekstra Bladet var hlúð að einum hinna særðu í íbúð á svæðinu áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Margir íbúar á svæðinu segjast hafa heyrt skothríð um kvöldið.
„Manni verður illt innanborðs að heyra að einhver hafi dáið“ segir ein kona.
Önnur segir að hún hafi fyrst haldið að hljóðin væru úr kvikmyndinni sem hún var að horfa á, áður en hún áttaði sig á að þetta væri raunverulegt.
Lögreglan girti af svæðið og einn af hundum þeirra merkti mann sem reyndi að komast fram hjá. Lögreglan handtók manninn og flutti hann á brott.