Þrátt fyrir slæmar fæðingartölur slær íbúafjöldi ESB nýtt met vegna fjöldainnflutnings

Íbúafjöldi ESB setti nýtt met árið 2024 – en það var ekki vegna barnsfæðinga. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat er aukningin eingöngu vegna innflytjenda, en fjöldi dauðsfalla heldur áfram að vera meiri en fjöldi fæðinga nánast alls staðar í sambandinu.

Í Svíþjóð og fjölda annarra ESB-ríkja fullyrða stjórnmálamenn eftir alla gagnrýni, að þeir séu að draga úr fjölda innflytjenda. Hins vegar bólar lítið á neinni fækkun enn þá. Í þeim mæli sem fjöldi hælisleitenda minnkar, þá auka stjórnmálamenn innflutning vinnuafls frá þriðja heiminum í staðinn. Íbúafjöldinn heldur því áfram að vaxa þrátt fyrir hríðfallandi fæðingartölur.

Þann 1. janúar 2025 voru íbúar ESB 450,4 milljónir – um einni milljón fleiri en árið áður, að sögn The Telegraph. Eurostat bendir á að ESB hafi haft neikvæða fæðingartíðni árlega síðan 2012 og að „heildaraukningin […] stafaði eingöngu vegna innflytjenda.“

Árið 2024 er áætlað að 2,3 milljónir manna hafi flutt til ESB, sem bætir upp fyrir náttúrulega fólksfækkun upp á 1,3 milljónir. Heildaraukningin var 1,07 milljónir manna.

Samtals létust 4,82 milljónir manna í ESB árið 2024, en aðeins 3,56 milljónir barna fæddust. Þetta þýðir að fæðingartíðnin var langt undir endurnýjunarstigi í meirihluta aðildarríkjanna. Í 20 af 27 löndunum létust fleiri en fæddust – í Danmörku var fjöldinn svipaður og í aðeins sex löndum (Írlandi, Frakklandi, Kýpur, Lúxemborg, Möltu og Svíþjóð) fæddust fleiri en dóu.

Eurostat, segir að „framtíðar fólksfjölgun eða fækkun í ESB muni líklega að miklu leyti ráðast af nettó innflutningi fólks.“

Á sama tíma halda ólöglegir fólksflutningar til ESB áfram. Samkvæmt Frontex, landamærastofnun ESB, fóru 75.900 ólöglega yfir landamærin á fyrri helmingi ársins 2025.

Löndin sem höfðu mesta fjölgun íbúa voru Malta (+19,0 á hverja 1.000 íbúa), Írland (+16,3) og Lúxemborg (+14,7). Í heildina jókst íbúafjöldi í 19 aðildarríkjum, en átta sýndu fækkun.

Frá árinu 1960 hefur íbúafjöldi ESB stækkað um næstum 96 milljónir manna – úr 354,5 í 450,4 milljónir. Þessi fólksaukning hefur nánast eingöngu átt sér stað með innflytjendum frá árinu 2011.

Fara efst á síðu