Þjóðin situr uppi með Svarta Pétur

Veggspjald með leikaranum Joquin Phoenix sem lék Jóker í samnefndri mynd.

Jóhann Elíasson bloggari spyr á blog.is hvort fólk sé búið að gleyma því „hvernig almenningur var leikinn síðast þegar Samfylkingin var í stjórn landsins?“ Hann segir ekkert hafa breyst, þótt nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, sé mætt til leiks.

Jóhann minnir á stjórnmálaferil Kristrúnar sem hófst í Sjálfstæðisflokknum og segir að hún hafi náð valdastöðu innan Sambands ungra Sjálfstæðismanna en fljótlega gefist upp á valdaframsækni innan Sjálfstæðisflokksins og snúið sér að klofningsarmi flokksins Viðreisn í von um meiri persónulegan frama og flokksvöld. Eftir litla veiði á þeim miðum, þá lá leiðin til Samfylkingarinnar sem hefur verið í rúst eftir rassskell þjóðarinnar í kosningunum eftir bankahrunið og hina „einu sönnu vinstristjórn Íslands.“ Virðist sem hinir sundruðu kratar hafi tekið á móti Kristrúnu Frostadóttir líkt og engli af himnum ofan sem muni leysa öll vandamál flokksins með ljósasprota sínum og hún sett í öndvegi valda innan flokksins.

Skyndileg veikindi í Kraganum vegna Ölmu Möller

En ekki er allt sem sýnist, því gömlu kratarnir Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt fleirum stöðvuðu tillögu Kristrúnar um að Guðmundur Árni Stefánsson yrði í fyrsta sæti framboðslista flokksins í Kraganum. Í staðinn var Alma Möller landlæknir sett í það sæti og Guðmundur Árni sagður skyndilega sjúkur, sem hlýtur að hafa verið algjört bráðakast þar sem maðurinn kom fram í fjölmiðlum daginn áður og sagðist vera klár í slaginn og fullur tilhlökkunar í kosningabaráttunni. Var stjórnmálaferill hans jarðaður í heiðurssæti listans svo Alma Möller kæmist í ríkisstjórn í hans stað.

Tveggja milljarða kúlulán Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur

Jóhann Elíasson skrifar:

„Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur hefur stórskaðað þjóðina bæði fjárhagslega og stóraukið á vandræðin bæði innanlands og utan. Hún fékk svokallað kúlulán fyrir hrun að upphæð rétt um tvo milljarða sem var svo afskrifað eftir hrun. Sagan segir að hún hafi þrýst á Geir H. Haarde að lána Kaupþingi banka þar sem eiginmaður hennar var einn af toppunum allan varagjaldeyrissjóð Íslands sem síðar hvarf og bara gufaði upp.“ 

„Inga Sæland á sér svo sem enga sérstaka fortíðarsögu en ansi er ég hræddur um að hún hafi verið látin kokgleypa sitt helsta kosningaloforð og sennilega á það eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn í næstu kosningum.“ 

Þjóðin hafnaði vinstri stefnu en fær afturgengna hrunstjórn í fangið

Eftir lestur stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er ljóst að nú verður ráðist á undirstöðuatvinnuvegi landsmanna, sjávarútveg og ferðamannaiðnaðinn, með nýjum álögum sem gætu steypt fjöldamörgum fyrirtækjum í gjaldþrot. Stefnuyfirlýsingin er dæmigerð kratastefna eins og reynd hefur verið í Svíþjóð með skelfilegum afleiðingum.

Endurupptaka aðildar Íslands að ESB, afnám íslensku krónunnar og upptaka evru í staðinn mun þýða endalok íslenska fullveldisins og valds þjóðarinnar á eigin efnahagsmálum og örlögum sínum. Öll hafa þessi mál verið rædd áður og þjóðin sýnt afstöðu sína skýrt í tveimur Icesave þjóðaratkvæðagreiðslum. Greinilega ætlar þessi ríkisstjórn ekki að fylgja vilja þjóðarinnar í þeim málum og þarf enginn að falla fyrir blekkingu þeirra um að „það sé svo lýðræðislegt að kjósa um hvort við eigum að ganga með eða ekki.“ Eina ástæða þessara valdafíkla sem vilja komast í Brusselhirðina til að hefja þessar umræðu að nýju er að sæta lagi – með góðu og illu, til að véla Ísland inn sem amt í Sovét-ESB.

Íslendingar sem losuðu sig við vinstri græna og pírata fá í staðinn nýja afturgengna hrunstjórn sem dansar eftir pípu hins alþjóðlega sósíalíska sambands sem tekið er við af bolsévíkum Leníns og Stalíns. Trúarboðskapnum sem dreift er og Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fremstur fyrir er gagnrýnislaus „virðing fyrir alþjóðasamþykktum og alþjóðastofnunum.“

Ísland á ekki að vera með í alþjóðastofnunum sem vanvirða fullveldi þjóðríkja

Ekki fer samt mikið fyrir virðingu hjá því fólki sem notar alþjóðastofnanir til að ræna ríki sem sitja uppi með svo vitgranna stjórnmálamenn sem selja út land og þjóð fyrir nokkrar evrur.

Á meðan sjálfstæðissvikarar stjórna ferðinni og alvöru íhaldsflokk vantar, situr því þjóðin uppi með Svarta Pétur.

Það verður ekki ókeypis.

Fara efst á síðu