Þetta var svo erfitt hjá Degi B …

Það er í fréttum að Dagur B. skammtaði sér tíu milljón króna orlofsgreiðslu við starfslok. Upplýst er að Dagur kom í veg fyrir að starfsmenn Reykjavíkur gætu flutt orlofsdaga milli ára. Hins vegar leggur Dagur áherslu á samúð fólks. Hann hafi aldrei getað flutt orlofsdaga milli ára því hann hafi aldrei getað fullnýtt frí. Þetta var svo erfitt hjá Degi.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendir Degi Bergþórusyni Eggertssyni beiska pillu á Facebók.  „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnaði í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón.“

Fara efst á síðu