Trump forseti sendi Hamas lokaviðvörun síðdegis á sunnudag um að sleppa gíslunum.
Hamas hefur enn ísraelska gísla í haldi næstum tveimur árum eftir hryðjuverkaárásina í október 2023. Talið er að 20 ísraelskir gíslar séu enn á lífi og í haldi á Gaza. Trump sendi Hamas lokaviðvörun eftir að hryðjuverkasamtökin birtu myndband af tveimur af ísraelsku gíslunum. Trump skrifaði á Truth Social á sunnudag:
„Allir vilja að gíslarnir komi HEIM. Allir vilja að þessu stríði ljúki! Ísraelar hafa samþykkt skilmála mína. Það er kominn tími til að Hamas samþykki þá líka. Ég hef varað Hamas við afleiðingum þess að samþykkja ekki. Þetta er síðasta viðvörun mín, það kemur engin önnur! Þakka ykkur fyrir athyglina á þessu máli.
DONALD J. TRUMP, FORSETI BANDARÍKJANNA“

NBC News greinir frá:
Hamas birti á föstudag myndband af tveimur ísraelskum gíslum sem hryðjuverkamenn numu á brott á tónlistarhátíð í Ísrael í október 2023. Annar þeirra sagði að hann væri í haldi í Gazaborg, þar sem ísraelski herinn hefur hafið stórsókn til að útrýma hryðjuverkasamtökunum.
Guy Gilboa-Dalal og Alon Ohel eru tveir af 48 manns sem Hamas hefur enn í haldi á Gaza. Talið er að 20 séu enn á lífi.
Palestínskir vígamenn tóku 251 gísla eftir hryðjuverkaárásina í suðurhluta Ísraels árið 2023 og drápu um 1.200 manns sem hleypti af stað stríðinu. Yfir 64.000 Palestínumenn hafi síðan verið drepnir á Gaza að sögn palestínskra yfirvalda, þar sem stór hluti svæðisins er í rúst og íbúarnir standa frammi fyrir mannúðarkreppu.
Myndbandið var klippt sem sýndi úrvinda Gilboa-Dalal tala í um þrjár og hálfa mínútu. Hann sést í bíl í hluta af myndbandinu sem er frá 28. ágúst. Reuters gat ekki ákvarðað hvenær myndbandið var tekið upp.