Þeim fjölgar stöðugt sem sjá gegnum loftslagslygina

„Jarðefnaeldsneytið“ hefur verndað fólk fyrir bæði kulda og hita. Af hverju ætti þá nokkur maður að vilja losna við þennan orkugjafa? Flestir vilja það ekki, alla vega ekki þeir sem þykir vænt um náungann. Svo virðist sem margir af leiðtogum nútímans hafi glatað náungakærleiknum, útskýrir orkusérfræðingurinn Alex Epstein í Sky News, Australia.

Því hefur verið haldið fram, að marsmánuður hafi aldrei verið eins hlýr og í ár. Slíkar fullyrðingar eru fáránlegar og eru svo ónákvæmar. Orkusérfræðingurinn Alex Epstein segir:

„Jörðin hefur verið svo miklu hlýrri í gegnum tíðina. Lengi vel var enginn ís. Þetta var miklu suðrænni staður. Þannig að þetta er algjört bull. Þeir reyna að láta koltvísýringsmagn okkar og hitastig virðast fordæmalaus, þannig að okkur á að líða eins og að við séum á gráu svæði – Hver veit hvað mun gerast.“

Stjórnmálamönnum er sama um fólk

Samkvæmt Alex Epstein hefur jörðin nú um það bil einn tíunda hluta meira af koltvísýringi en hún hefur gert mestan hluta sögunnar. Alex Epstein segir:

„Það hlýnar hægt og rólega á köldum tíma í sögu plánetunnar. Þá deyja mun fleiri úr kulda en hita og við erum öruggari bæði fyrir hita og kulda þökk sé orku frá jarðefnaeldsneyti. Svo á plánetu sem er of köld fyrir flesta, hvernig getur það verið lausnin að losa okkur við jarðefnaeldsneyti sem gerir okkur öruggari gagnvart hita, kulda, hvers kyns loftslagshamförum og fátækt náttúrunnar? Það skortir alla skynsemi. Mín niðurstaða um marga af leiðtogum þessarar hreyfingar er sú, að þeim er sama um fólk.“

Fara efst á síðu