Þegar fjölmenningin vegur þyngra en heilbrigði og hreinlæti þjóðarinnar

Búrkíni er nafn á sundfötum kvenna sem ekki mega „ögra“ karlmönnum með því að sýna á sér húð. Hér þrjú dæmi samkvæmt nýjustu tísku.

Ganga má út frá því sem vísu, að heilbrigði og hreinlæti íslensku þjóðarinnar sé ekkert slakara en þeirrar sænsku. Sem Íslendingur og Svíi venst maður við að þvo sér í sturtuklefanum áður en farið er út í sundlaug. Þetta gildir almennt á Norðurlöndum. Með tilkomu nútíma fjölmenningar gæti þetta verið að breytast.

Hér er frásögn Helen Osieja, innflytjanda frá Mexíkó í Svíþjóð, um reynslu sína og tilraunir til að fá sundlaugargesti og starfsmenn sundhalla til að fylgja almennum hreinlætisreglum.


Eitt af því fyrsta sem ég lærði á fyrsta laganámskeiðinu mínu við Universidad Iberoamericana í Mexíkóborg var, að lög í lýðræðisríki verða að vera almenn, bindandi og lögboðin.

Almenn, þar sem þau gilda fyrir íbúafjöldann en ekki bara ákveðna hópa eða einstaklinga; bindandi, þar sem þau eiga við um öll almenn tilvik sem varða reglur og ekki undanþágur; og lögboðin, þar sem öllum íbúum er skylt að virða og fylgja lögunum, annars eiga þeir á hættu að verða refsað. Þvinguð fjölmenning hefur orsakað, að lögin eru ekki lengur almenn eða bindandi fyrir ákveðna hópa sem eru þeim ósammála.

Ég keypti eins og ég geri á hverju ári sumarkort á Eriksdals sundlaugina í suðurhluta Stokkhólms. Ólympíusundlaug sem er opinber staður þar sem sænsk lög og reglur gilda. Í fjölmenningarlegum búningsklefanum eru konur af öllum þjóðernishópum: hvítum, svörtum, asískum, suður-amerískum o.s.frv., sem eiga samkvæmt reglunum að fara í sturtu og þvo sér með sápu og heitu vatni áður en haldið er út í sundlaugina eða heita pottinn.

Trekk í trekk hef ég horft á hóp kvenna sem fer ekki eftir hreinlætisreglum sundhallarinnar, þótt þessar reglur sjáist vel á skiltum í búningsklefanum. Trekk í trekk hef ég séð konur klæddar hijabs, abayas, bijabs og örðum flíkum … skipta beint um götuklæðnað yfir í „búrkíní“ og dempa sér í sundlaugina. Ekki veit ég, hvenær þessar konur fóru síðast í sturtu. Sundlaugin er hins vegar opinber staður og því verða gestir að fara eftir reglunum.

Fóru í fullum klæðnaði út í laug

Síðasta sumar kvartaði ég við einn af starfsmönnum Eriksdalsbadet yfir því að sumar af konunum fóru ekki í sturtu áður en þær fóru út í sundlaug og að þær hafi verið í fötum sem litu út eins og venjulegur klæðnaður, þegar þær voru að synda. Starfsmaðurinn yppti bara öxlum og sagði að þetta væri spurning um trúarbrögð. Þegar ég benti á, að þetta væri spurning um hreinlætis- og lýðheilsumál en ekki trúarbrögð, þá virtist honum alveg standa á sama.

Í sumar sá ég margar „siðsamar“ konur skipta um abaya, biljabum og öðrum hversdagsklæðnaði og klæðast búrkíní og ganga fram hjá sturtunum og fara í sundlaugina. Þetta olli mér talsverðu uppnámi, þar sem ég fer alltaf í sturtu áður en ég fer í sundlaugina. En það var enginn í búningsklefanum sem ég gat kvartað við.

Föstudaginn 23. ágúst sá ég starfsmann fyrir utan búningsklefann og ákvað að taka upp málið. Ég spurði hana hvort reglurnar giltu um alla gesti eða hvort til væri fólk sem væri undanþegið hreinlætis- og heilbrigðisreglum.

Hún sagði að reglurnar giltu um alla gesti. Ég útskýrði, að ég hefði nokkrum sinnum séð „siðsamar“ konur fara beint úr hversdagsfötunum og klæðast búrkíní án þess að fara í sturtu. Ég benti á að ég væri mexíkönsk og mörgum mexíkönskum konum þykir þægilegt að synda naktar, svo ég gerði ráð fyrir að ég gæti gert það í nafni fjölmenningarinnar.

Hún svaraði því til, að nekt væri bönnuð en ég gæti synt ber að ofan. Ég benti þá á, að við Mexíkanar elskum hundana okkar mjög mikið svo ég myndi vilja taka með mér Pancho, hundinn minn, í sund með mér. Hún svaraði því til að hundar væru ekki leyfðir af hreinlætisástæðum. Ég sagði þá, að það væri ósanngjarnt að leyfa sumum konum að hunsa reglurnar á meðan þeim væri stranglega beitt gagnvart öðrum konum. Á endanum fékk ég kort hjá starfsmönnum og mér var ráðlagt að send kvörtun til yfirmanna sundlaugarinnar.

Stjórnmálamönnum er nákvæmlega sama

Ég velti því fyrir mér, hvort sænskir ​​stjórnmálamenn sem innleiddu fjölmenninguna hafi nokkurn tíma hugsað út í, hvaða afleiðingar þessi vitleysa myndi hafa. Datt þeim nokkru sinni heiðursmorð í hug? Ofbeldi gegn samkynhneigðum? Innflytjendur sem senda dætur sínar til útlanda til að sæta limlestingu eða verða hneppt í nauðungarhjónabönd?

Hugsuðu þeir nokkurn tíma um afleiðingarnar fyrir sænskar (og aðrar) konur sem klæðast ekki íslömskum fötum þegar þúsundir ungra karlmanna fullir af testósteróni flytja til landsins frá löndum sem hafa lægsta jafnréttisstigið ? Datt þeim nokkru sinni í hug, að þeir væru að opna landið sitt fyrir trúarbrögðum sem neyða konur til að hylja sig frá toppi til táar til að koma í veg fyrir að „ögra“ karlmönnum og hvaða afleiðingar hlytust af slíkri óábyrgri ákvörðun?

Líklega aldrei. Þeim stendur á sama. Stjórnmálamenn þurfa ekki að fara í almenningssundlaugar, því þeir eru með sundlaugar og heita potta heima hjá sér. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af lýðheilsu, því þeir þurfa ekki að vera í sambandi við fólkið sem kaus þá. Þær þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af öryggi dætra sinna, því þær nota ekki almenningssamgöngur og verða ekki fyrir áreitni af karlmönnum sem bera ekki virðingu fyrir konum sem klæða sig „ósiðlega.“

Farið er yfir strikið, þegar lýðheilsureglur eru ekki virtar. Þeir sem eru nýkomnir geta byggt sínar eigin sundlaugar þar sem þeir geta synt í hvaða fötum sem þeir vilja eða þá fylgja þeir sömu reglum og allir aðrir, þegar þeir heimsækja almenna sundstaði. Ef þeir geta ekki virt réttarríkið, þá er kominn tími til að þeir pakki saman og snúi aftur til landa sinna, þar sem þeir geta framfylgt Sharíalögum eða verða lúbarðir með svipum.

Helen Osleja
Democracy and education

Fara efst á síðu