Wakefield fangelsið í Bretlandi. (Mynd: Wikipedia/S.Craven CC 2.0).
Uppfærð frétt. Almenningi er kunnugt um að glæpamenn frá ýmsum löndum eru ofbeldisfyllri en aðrir í grófum glæpamálum. Vandinn er sá að oft á tíðum reyna yfirvöld að fela þjóðerni glæpamanna. Þegar byrjað er að taka saman skrá yfir þjóðerni glæpamanna, þá sannar útkoman, það sem almenningur hefur skynjað.
Núna hefur í fyrsta skiptið verið birt skýrsla um þjóðerni fanga í breskum fangelsum. The Telegraph greinir frá því, að af 130 þjóðernum eru nokkur lönd sem virkilega skera sig úr. Gengið er út frá ríkisborgararéttindum og því einungis um að ræða innflytjendur sem ekki eru orðnir breskir ríkisborgarar og þess vegna verður að hafa fyrirvara gagnvart innfluttum glæpamönnum með breskan ríkisborgararétt og einnig annarri kynslóð innflytjenda, þ.e.a.s. einstaklingar sem fæðast í Bretlandi og eiga erlenda foreldra.
Staðfestir það sem almenningur vissi
Skýrslan kemur í kjölfar mikilla mótmæla gegn innflytjendastefnu yfirvalda sem skóku Bretland í ágúst í sumar. Yfirvöld voru ásökuð um að hylma yfir upplýsingar. Tölur skýrslunnar sýna að reiði almennings er réttmæt gegn þeirri hömlulausu ólýðræðislegu innflytjendastefnu sem stjórnvöld hafa þvingað upp á eigin landsmenn
Robert Jenrick, innflytjendaráðherra Breta ár 2022-2023 (á mynd/Wikipedia) segir:
„Tölurnar sýna, það sem almenningur hefur upplifað í lengri tíma, að glæpamenn frá vissum þjóðum eru meira viðriðnir alvarlega glæpi en aðrir. Þetta sannar enn á ný þörfina á skipulagðara innflytjendakerfi ásamt öryggiseftirliti með fólki frá þeim þjóðum sem tengjast glæpastarfseminni í Bretlandi.”
Neil O’brien, aðstoðarheilsumálaráðherra 2022-2023 (á mynd/Wikipedia), sér tölfræðina sem möguleika fyrir stjórnvöld að grípa til raunhæfra aðgerða. Að hans sögn eru tölurnar grundvöllur fyrir harðari reglur vegabréfsáritana og brottvísana til heimalanda viðkomandi.
Pendúllinn kemur til baka
Undanfarin ár hefur umræðan orðið opnari um hvers vegna glæpamenn frá vissum löndum skera sig svo frá öðrum í glæpatölfræðinni. Í Svíþjóð hefur ekki mátt ræða um þjóðerni glæpamanna opinberlega í lengri tíma en breyting er að verða á því. Forvarnarráð afbrota „Brottsförebyggande rådet, BRÅ” hefur byrjað birtingu tölfræði um ríkisborgararétt glæpamanna. Tölurnar eru ekki fullkomnar og stofnunin verið gagnrýnd fyrir að segja ekki allan sannleikann um tengsl fjölmenningar og glæpa, þar sem glæpamenn sem fæddir eru í Svíþjóð og eiga erlenda foreldra voru ekki teknir með. En úr því bætist vonandi fljótlega.
Þessir hópar skara fram úr
Greining á bresku tölfræðinni sýnir að erlendir ríkisborgarar eru að meðaltali 27% líklegri til að fremja glæpi en breskir ríkisborgarar. Tölfræðin er ekki gallalaus, þar sem erlend þjóðerni með breskan ríkisborgararétt teljast sem Bretar og einnig eru ekki teknir með þeir innflytjendur sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi sem leiða ekki til fangelsisvistar.
The Telegraph gerði samantekt á þjóðerni glæpamanna í breskum fangelsum og bar saman við fjölda innflytjenda frá sömu þjóðum sem búsettir eru í Bretlandi. Albanir tróna á glæpatoppnum með einn glæpamann í fangelsi af hverjum 50 Albönum sem búsettir eru í Bretlandi. Hér að neðan er samantekt The Telegraph:
- Albanía: 1.227 manns í fangelsi, af hópi 52.812 Albana sem búa í Bretlandi.
- Alsír: 160 manns í fangelsi, af hópi 12.861 Alsírbúa sem búa í Bretlandi.
- Erítrea: 122 manns í fangelsi, af hópi 11.021 Erítreubúa sem búa í Bretlandi.
- Írak: 276 manns í fangelsi, af hópi 26.429 Íraka sem búa í Bretlandi.
- Jamaíka: 370 manns í fangelsi, af hópi 33.404 Jamaíka sem búa í Bretlandi.
- Kosovo: 46 manns í fangelsi, af hópi 3.062 frá Kosovo sem búa í Bretlandi.
- Sómalía: 268 manns í fangelsi, af hópi 26.702 Sómala sem búa í Bretlandi.
- Víetnam: 185 manns í fangelsi, af hópi 12.426 Víetnama sem búa í Bretlandi.
Hér að neðan er graf sem sýnir fjölda innfluttra glæpamanna í fangelsi (bláar línur) og fjölda glæpamanna á hverja 10 þúsund íbúa af sama þjóðerni (appelsínugular línur):