Bebe King 6 ára, Elsie Dot Stancombe 7 ára og Alice Dasilva Aguiar 9 ára, voru drepnar í hnífstunguárásinni í Southport í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar á staðnum.
Fjölskyldur hinna myrtu barnanna hafa birt myndirnar af dætrum sínum. Aðstandendur fá nú faglega aðstoð í áfallinu og biðja um að fá að vera í friði. Fjölskylda Alice skrifar í yfirlýsingu:
„Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskaðir að gera, prinsessan okkar. Eins og við sögðum við þig áður, þá muntu alltaf vera prinsessan okkar. Enginn getur breytt því.“
Barnamorðinginn Axel Rudakubana handtekinn
Fimm börn til viðbótar og tveir fullorðnir eru með lífshættulega áverka. Barnamorðinginn er 17 ára gamall með innflytjendabakgrunn frá Rúanda í Afríku. Nafn hans er Axel Rudakubana.
Dómarinn ákvað að aflétta nafnleynd hins unga morðingja sem er óvenjulega ákvörðun, því nöfn ólögráðra eru yfirleitt ekki gefi upp. Dómarinn sagði að hann gerði það til að koma í veg fyrir sögusagnir í kringum ódæðið. Róstursamt hefur verið í kjölfar barnamorðanna að sögn Daily Mail særðust 22 lögreglumenn í átókum við mosku í Southport s.l. þriðjudag. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands fordæmdi „hatur öfgahægrimanna.“ Íbúar Southport gerðu aðsúg að forsætisráðherranum, þegar hann lagði blóm á minnisstað hinna myrtu.
Samkvæmt Sky News héldu mótmælin gegn innflytjendastefnu ríkisins áfram í London þar sem rúmlega þúsund manns söfnuðust fyrir utan ráðherrabústaðinn á Downing Street 10 í London. Samkvæmt Daily Mail kom til kasta milli mótmælenda og lögreglunnar sem m.a. köstuðu blysum að ráðherrabústaðnum.
Farage: „Svona má koma í veg fyrir óeirðir“
Nigel Farage tjáði sig í vikunni um mótmælin. Að hans sögn kviknaði reiðin, þegar lögreglan reyndi upphaflega að fela sannleikann og þá staðreynd að fjöldamorðinginn væri af afrískum rótum.
Sögusagnir voru á kreiki um að barnamorðinginn væri múslímskur farandmaður sem væri nýkominn til Bretlands. Hefði lögreglan upplýst um barnamorðingjann í upphafi, þá hefði ekki orðið uppþot í Southport, að sögn Farage:
„Segið almenningi sannleikann og það kemur kannski í veg fyrir óeirðir.“