„Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum og allir verða að haga sér í samræmi við það“

Yfirmaður loftslags Vesturlanda, John Kerry, segir neyðarástand ríkja í loftslagsmálum og því þurfi formlega að lýsa yfir neyðarástandi svo að hægt verði að láta alla „haga sér“ eins og þetta væri mikil áskorun fyrir allan heiminn.

John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði enn og aftur við „loftslaginu“ í samtali við Harvard Kennedy skólann í síðustu viku.

Samkvæmt Kerry eru nú 39 milljónir „loftslagsflóttamanna“ í heiminum. Kerry sagði:

„Persónulega tel ég að við séum á mörkum þess að þurfa að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Sem er það sem við höfum í raun og veru. Við verðum að fá fólk til að haga sér eins og þetta sé í raun mikil áskorun fyrir alla plánetuna. Allt fólkið.“

Fara efst á síðu