Ekkert neyðarástand hefur ríkt í loftslagsmálum í 1.500 ár. Aðgerðir og lög stjórnmálamanna í loftslagsmálum grundvallast ekki á neinu raunverulegu „neyðarástandi.“ Neyðarástandið er tilbúningur sem notaður er til að svipta fólki mannréttindum. Það segir ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer í viðtali við TNT Radio (sjá að neðan).
Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer varar enn og aftur við markmiðunum á bak við loftslagsmálin. Prófessorinn segir að ekkert „neyðarástand“ ríki í loftslagsmálum.
„Við erum í eðlilegum loftslagsbreytingum litið til hundrað, þúsunda eða milljóna ára. Það er ekkert öðruvísi með ástandið núna. Hamfarahlýnunarsinnar vilja í raun taka frá okkur réttindi. Þeir vilja svipta okkur tækifærum til að hugsa sjálf og gagnrýna og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni.“
Ian Plimer, prófessor, Ástralíu