Þýsk yfirvöld segja, að 26 ára hælisleitandi frá Sýrlandi hafi gefið sig sjálfur fram við lögreglu og játað á sig blóðuga árásina í bænum Solingen á föstudag. Múslimsku hryðjuverkasamtökin IS hafa einnig lýst ábyrgð á hendur sér.
Á hátíð í tilefni af 650 ára afmæli Solingen gerði hnífamaður hryðjuverkaárás skyndilega á gesti hátíðarinnar. Áður en hann flúði af vettvangi hafði honum tekist að drepa þrjá og slasa átta til viðbótar. Samkvæmt framburði vitna var gerandinn með „arabískt yfirbragð.“ Núna hefur 26 ára karlmaður frá Sýrlandi, sem sótti um hæli í Þýskalandi en var synjað, gefið sig fram til lögreglunnar og játað á sig verknaðinn.
Átti að fara af landi landi brott í fyrra
Ákvörðun um að vísa ódæðismanninum úr landi var tekin í fyrra. Morðinginn gat framið ódæðið vegna þess að hann var ekki tekinn í gæsluvarðhald á meðan beðið var eftir framkvæmd brottrekstrar úr landi.
Lögreglan gerir ráð fyrir, að maðurinn sé hinn raunverulegi gerandi sem beri ábyrgð á glæpnum og segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að „aðild mannsins að glæpnum er núna í allsherjarrannsókn.“
Morð, tilraun til morðs og hryðjuverkaaðild
Samkvæmt alríkissaksóknara er maðurinn rannsakaður fyrir morð, tilraun til morðs og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Eftir að maðurinn gaf sig fram við lögreglu var hann settur í hand- og fótjárn og fluttur til alríkisdómstólsins í Karlsruhe til yfirheyrslu.
Þriðja sakamálið varðar hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið sem lýstu yfir ábyrgð á árásinni á laugardaginn. Hvort sýrlenski hælisleitandinn hafi komið fram fyrir hönd eða í samúð með IS er enn óljóst þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt tilkynningu frá IS var árásinni beint að „kristnum mönnum“ og markmiðið var „að hefna sín á múslimum í Palestínu og alls staðar.
Sendi „sjokkbylgju“ til borgarbúa
Árásin á Fronhof-torgi í miðborg borgarinnar sendi sjokkbylgju til 160.000 íbúa Solingen. Þau sem voru myrt í árásinni voru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 56 ára og 56 ára gömul kona. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi vísvitandi miðað á háls fórnarlamba sinna. Það bendir til þess að hann hafi haft morð í huga.
Syrgjandi íbúar söfnuðust saman til að heiðra hina látnu og særðu með því að leggja blóm og samúðarbréf. Á milli kveiktra kerta og bangsa var skilti með textanum „Warum?“ – Af hverju?
Miklar umræður eru í gangi varðandi innflytjendamálin. Sumar upplýsingar benda til þess að ódæðismaðurinn hafi ekki verið algjörlega einn. Meðal annars var ungur maður yfirheyrður vegna gruns um aðild eða að hafa vitað af árásinni fyrir fram án þess að gera lögreglunni viðvart.