Nokkrir einstaklingar hafa haft samband við Þjóðólf með ósk um að miðillinn segi frá því, hvað gerðist þegar farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta Airlines með 80 manns, 76 farþegum og 4 manna áhöfn, brotlenti á flugvellinum í Toronto með þeim afleiðingum að vélin lenti á hvolfi. Er það kraftaverki líkast að enginn dó en 17 slösuðust og einhverjir þeirra eru alvarlega slasaðir.
Vélin var af gerðinni Bombardier CR900 og var að koma frá Minneapolis og sést á myndbandinu hér að neðan, hvernig hægri vængur lendir í snjó á brautinni sem sleit vænginn af vélinni með þeim afleiðingum að hún snérist á hvolf.