Fyrirsögnin er sótt í skrif danska stjórnmálamannsins Mogens Camre á Facebook í maí 2013. Mogens Camre var danskur þingmaður í 20 ár, 1968 – 1987 fyrir danska sósíaldemókrataflokkinn. Hann skipti síðan um flokk og gerðist meðlimur í Dansk folkeparti og var ESB-þingmaður í 10 ár frá 1999 – 2009.
Camre sá þegar í byrjun aldarinnar að nágrannalandið Svíþjóð yrði ofhlaðið vandamálum vegna alls fólksinnflutnings. Hann spáði því að Svíþjóð myndi hrynja og vandamálin dreifast til annarra Norðurlanda. Hann skrifaði á Facebook í maí 2013 að Svíþjóð yrði Líbanon Norðurlanda:
„Þróunin í Svíþjóð stefnir í ofbeldisfull átök milli sænskra ríkisborgara og múslímskra vígamanna. Sænska ríkisstjórnin er í reynd valdalaus – þ.e. skortir löggjöf og lögreglu/her sem getur tekist á við vandamálin.
Án alhliða breytinga á stjórnkerfinu verður sænska þjóðin neydd til að taka málin í eigin hendur, en ríkisstjórnin mun líklega grípa til aðgerða gegn eigin þjóð í stað hinna erlendra hertökumanna. Með komu íslams mun Svíþjóð verða Líbanon Norðurlanda og hið frjálsa, lýðræðislega „alþýðuheimili“ mun hverfa í gleymskunnar dá.“
Árið 2015 var Camre dæmdur fyrir kynþáttafordóma, þegar hann líkti íslamistum við Adolf Hitler í færslu á Twitter. Þá skrifaði hann:
„Um stöðu Gyðinga í Evrópu: Múslimar munu halda áfram þar sem Hitler hætti. Aðeins sú meðferð sem Hitler hlaut mun geta breytt stöðunni.“
Mogens Camre lést í desember 2016. Hann var 80 ára gamall.