Svíþjóð verður að taka upp friðarstörf að nýju fyrir heiminn

24 fræði- og vísindamenn við Uppsalaháskóla senda frá sér ákall til sænskra yfirvalda í grein í Dagens Nyheter á aðfangadag. Segja þeir að Svíþjóð verði að nýju að hefja störf fyrir frið í heiminum. Segja þeir að fjöldi vopnaðra átaka í heiminum hafi aldrei verið jafn mikill síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir lýsa yfir áhyggjum, hvernig Svíar eru að leggja afnema langa hefð fyrir uppbyggjandi friðarstörfum.

Fræðimennirnir skrifa:

„Á síðasta ári mældi átaka-gagnaáætlun Uppsala, UCDP (Uppsala conflict data program), mestan fjölda vopnaðra átaka þar sem ríki koma við sögu eftir 1946. Auk þess var 2023 fjórða mannskæðasta árið síðan UCDP hóf að safna tölfræði um fjölda dauðsfalla í ofbeldisátökum árið 1989. Þessi vopnuðu átök hafa hrikalegar afleiðingar fyrir öryggi fólks, á átakasvæðum sem og í næsta nágrenni Svíþjóðar.“

„Samtímis og heimurinn í kringum okkur verður sífellt hættulegri, þá fylgjumst við áhyggjufull með því, hvernig Svíar eru að afnema langvarandi friðarskuldbindingu sína.“

Greinarhöfundar skrifa að Svíar eigi að vinna að því að byggja upp frið í heiminum og að auðvelt sé að trúa því, að „aðeins öflugar þjóðarvarnir geti tryggt líf og heilsu.“

Friður er ódýr fjárfesting sem margfalt borgar sig

Segja greinarhöfundar að friðarhvetjandi viðleitni sé ódýr fjárfesting og að við megum ekki gleyma því að alþjóðlegur friður geri Svíþjóð einnig öruggari:

„Að styðja rétt Úkraínu til að verjast yfirgangi Rússa útilokar ekki Svía frá því að vinna að því að byggja upp frið í öðrum heimshlutum.“

„Svíar eigi að vinna í auknum mæli að friði, sem er sérstaklega mikilvægt í ljósi aðildar að Nató.“

Í lok greinarinnar taka höfundar fram fjögur atriði um kosti friðarins:

  1. Friður er ódýr og stuðlar jákvætt að sænska hagkerfinu.
  2. Friður stuðlar að heilbrigðari heimi.
  3. Friður er góður fyrir umhverfið og loftslagið.
  4. Friður gerir Svíþjóð öruggari.

Undir friðarákallið skrifa 24 vísinda- og fræðimenn við Uppsala háskólann, sjá nánar hér.

Fara efst á síðu