Frá friðarríki yfir í herveldi. Svíþjóð haslar sér völl sem miðríki í komandi hernaðarátökum við Rússland. Samkvæmt Nató verður Svíþjóð miðvöllur birgða til víglínunnar í austri og flytur lík og slasaða frá vígvellinum til baka til Svíþjóðar. Í því skyni er verið að endurbæta allt járnbrautakerfið svo hægt verði að flytja drápstólin hratt til austurs og líkin til vesturs. Yfirvöld hafa pantað fjöldagrafir fyrir lík í Svíþjóð. Ætlað er að neistarnir fljúgi á Eystrarsalti og er verið að fylla flóann með herskipum Nató-ríkja til að „þrengja“ að Rússum. Flutningar herja hafinn með 600 manna herliði Svía sem tók land í Lettlandi í dag. Orðið friður heyrist vart í sænsku fjölmiðlum í dag. Þetta er sami söngur og sænskir jafnaðarmenn kyrjuðu þegar Hitler réðst á Rússland í seinni heimsstyrjöldinni: „Stríð Hitlers er frelsisstríð okkar.“
Yfirliðsforinginn Henrik Rosdahl segir í viðtali til SVT:
„Við erum herdeild – annað hvort til árásar eða til varnar eða í biðstöðu.“
Sænska herliðið á að stunda landamæraeftirlit á milli Lettlands og Rússlands næstu sex mánuðina. Þetta er í fyrsta skipti sem Svíþjóð tekur þátt með eigin her í verkefni Nató. Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skjótt verði hægt að senda 200 hermenn til viðbótar.
Síðast þegar sænskir hermenn voru í Evrópu var í Kosovo. Eftir það hafa sænskir hermenn verið með í friðarverkefnum í Mali og Afghanistan. Marcus Nilsson blaðafulltrúi sænsku herdeildarinnar P7 í Suður Skáni segir við SVT:
„Í þeim verkefnum höfðum við það hlutverk að efna til friðar. Núna förum við til lands á friðartíma og eigum að koma í veg fyrir stríð. Við erum þar til að sýna fælingarmátt.“
„Þetta er sögulegur dagur fyrir Svíþjóð sem land en ekki fyrir Nató eða Lettland. Við erum fjórtánda landið sem erum með í þessari alþjóðlegu herdeild sem verið hefur í Lettlandi frá 2004.“
Fögnuður ríkir á æðstu stöðum en engu er líkar en að stjórnmálamenn Svíþjóðar hafi tapað glórunni við inngönguna í Nató. Ekkert annað en stríð við Rússland er í boði.