Svíþjóð: Næstum öll vindorkuverk rekin með bullandi tapi

Prófessor Jan Blomgren var mætt af reiðum valdhöfum, þegar hann heimsótti sveitarfélag í Norður-Svíþjóð nýlega. Hann rústaði nefnilega óskhyggju þeirra um að vindorkan væri einhvers konar efnahagslegur bjargvættur. Hann útskýrir í Swebbtv, að nánast öll vindorkuver í Svíþjóð eru rekin með tapi.

Jan Blomgren, prófessor í hagnýtri kjarneðlisfræði, sagði frá nýrri bók sinni „Allt sem þú þarft að vita um kjarnorku“ sem hægt er að kaupa í verslun Swebbtv. Hann kom einnig inn vindorkumálin í Svíþjóð sem vægast sagt eru á hengibrún efnahagslegs stórslyss.

Vindorkuiðnaðurinn enginn efnahagslegur bjargvættur

Blomgren var nýlega staddur í Norrland til að svara spurningum um vindorkufjárfestingar. Margir héldu að vindorkan myndi bjarga sveitarfélaginu. En þannig lítur málið ekki út. Jan Blomgren segir:

„Það er eins og þeir hafi ekki áttað sig á því, að þetta skapar engin ný störf. Oftast eru engir starfsmenn í þessum fyrirtækjum. Þjónustutæknir kemur einu sinni á ári til viðhaldseftirlits, þannig að pitsastaðurinn getur selt pizzu í þrjá daga á staðnum og síðan er það búið.”

Fá vindorkuver í Svíþjóð skila hagnaði

Boðskapur Blomgerns var ekki að skapi allra viðstaddra:

„Ég lenti í því í einu af sveitarfélögunum þar sem sveitarstjórnin kom í eigin persónu – venjulega gera þeir það ekki. Þeir voru virkilega, virkilega reiðir út í mig fyrir að segja að þetta væri með bullandi tapi. Það eina sem ég gerði var að sýna tölurnar hvernig þetta leit út í öllum öðrum sænskum sveitarfélögum. Það er varla til eitt einasta vindorkuver í allri Svíþjóð sem skilar hagnaði. Það eru örfáar sem græða pínulítið. Næstum því allir tapa. Bara með því að segja þetta, þá var ég talinn jarðarfararstjóri sem eyðilagði framtíð þeirra.”

„Þeir hafa lagt svo mikið í þá hugmynd að núna komi bjargvættur að utan og að við fáum nýjan iðnað. En það er hrein óskhyggja.”

Fara efst á síðu