Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, greindi frá því nýlega að Svíþjóð myndi koma sér upp meðaldrægum eldflaugum „til að hræða Rússa.“ (Samsett mynd).
Svíþjóð ásamt fimm öðrum evrópskum Nató-löndum mun þróa nýtt kerfi meðaldrægra eldflauga sem ná allt að 2000 kílómetra og geta gert árásir á Rússland. Sænska ríkisstjórnin sér ekkert nema þriðju heimsstyrjöldina gegn Rússlandi í spilunum og talar daglega um komandi árásir Rússlands á Svíþjóð. Það er sú framtíðarsýn sem leiðtogar Norðurlandaráðs hafa með sér á fundinn í Reykjavík á morgun og vonast til að einræðisherra Úkraínu, Zelenský, muni blessa.
Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonsson frá móderötum, segir að nauðsynlegt sé fyrir ESB-ríkin að auka hernaðargetuna til hræða Rússa frá fyrirhuguðum árásum á Vesturlönd samkvæmt Jonson. Hann sagði í viðtali við sænska ríkisútvarpið P1:
„Í framkvæmd þýðir nýja eldflaugakerfið betri fælingarmöguleika. Það mun einnig neyða andstæðinginn til að binda upp herafla í varnarskyni vegna hættu á árásum.“
Hægt að skjóta eldflaugunum á skotmörk langt fyrir utan landamæri Svíþjóðar
Nákvæmlega um hvaða vopnakerfi er að ræða er enn ekki ljóst, en að sögn Hans Liwång, prófessors við norska varnarháskólann, er líklegt að um sé að ræða eldflaugar sem draga á milli 1000 til 2000 kílómetra og hægt verður að nota til árása á skotmörk langt fyrir utan landamæri Svíþjóðar.
„Hægt er að ímynda sér að þetta séu eldflaugar sem hægt er að skjóta frá sænskri grundu yfir Eystrasaltið, til dæmis í árás á undirbúning flutninga og hafna sem nota á til að hefja innrás gegn Svíþjóð.“
„Aðalmálið er er vegalengdin sem er að minnsta kosti 10 sinnum lengri en en þau eldskeyti ná sem Svíþjóð hefur í dag. Þetta er því vopn sem hægt er að skjóta ekki bara á þá sem ráðast á Svíþjóð heldur líka á svæði sem er langt fyrir aftan þá.“
Ekki lengur vopn takmörkuð við varnir landsins
Unnið verður að framleiðslu hinna nýju drápstækja í samvinnu við stóru löndin í Evrópu: Frakkland, Bretland, Þýskaland, Pólland og Ítalíu. Ástæðan fyrir því að svo mörg lönd vinna að sameinaðri framleiðslu er að eldflaugakerfið á að verða tilbúið eins fljótt og auðið er – helst fyrir ár 2030. Liwång segir:
„Það er líka pólitísk vídd í þessu að geta sýnt að stóru löndin í Evrópu geti sjálf þróað fram þessi vopn án aðstoðar frá Bandaríkjunum. Ég tel ólíklegt að kerfið verði tilbúið til notkunar fyrr en 2030.“
Prófessorinn segir einnig, að Svíar hafi ætíð einbeitt sér að hernaðarvörnum – það er að Svíar séu með vopn til að verjast gegn aðila sem ræðst á sænskt landsvæði en breyting hafi orðið á þeirri skoðun í seinni tíð.