Svissneskur stjórnmálamaður skaut með byssu á Maríu og Jesúbarnið

Sanija Ameti er grænn frjálslyndur stjórnmálamaður í Zürich í Sviss sem hefur neyðst til að biðjast afsökunar og víkja úr embætti eftir að hafa skotið með loftbyssu á veggspjald sem sýnir Maríu mey og Jesúbarnið. Atvikið hefur sætt harðri gagnrýni bæði trúarleiðtoga og almennings og hefur Anija Ameti þurft að biðja um lögregluvernd vegna hótana frá hneyksluðum borgurum.

Sanija Ameti, fædd í Bosníu, 32, borgarfulltrúi „Grünliberale Partei, GLP, í Zürich, birti myndir á samfélagsmiðlum nýlega, þar sem hún sést skjóta með loftskammbyssu á veggspjald sem sýnir Maríu mey og Jesúbarnið.

Veggspjaldið sem Ameti notaði sem skotmark var auglýsingaplakat frá uppboðshúsinu Koller og sýnir hluta af 14. aldar málverkinu Madonnu með barninu og Michael erkiengli eftir ítalska listamanninn Tommaso del Mazza. Áætlað er að verkið verði selt á uppboði þann 20. september.

Á myndunum sjást skotgöt í andlitum og geislum Jesúbarnsins og Maríu mey. Skotárásin leiddi til mikillar reiði og fordæmingar og Ameti eyddi myndunum og baðst afsökunar. Hún skrifar á X:

„Ég bið alla afsökunar sem tóku illa við sér vegna færslu minnar. Ég eyddi henni strax þegar ég áttaði mig á hinu trúarlegu innihaldi. Ég hugsaði ekki út í það. Mér þykir þetta ótrúlega leitt.”

Neyddist til að segja af sér

Atvikið á sér stað skömmu fyrir mikilvæga þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss þann 22. september m.a. um líffræðilegan fjölbreytileika. Græni Frjálslyndi flokkurinn er eindreginn talsmaður tillögunnar en þarf núna að takast á við neikvæðu athygli Ameti-hneykslisins.

Flokkurinn hefur tilkynnt, að Sanija Ameti hafi sagt sig úr forystu flokksins. Meðformaður flokksins, Beat Rüfenacht, sagði að Ameti væri á öruggum stað og að henni líði vel.

Vefsíðan Kath.ch, sem er rekin af fjölmiðlamiðstöð rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Sviss, greinir frá því að svissneskir biskupar hafi fordæmt verknaðinn og kallað hann árás á trúarviðhorf margra kaþólikka. „Þetta særir trúartilfinningar margra kaþólikka” sögðu biskuparnir í sameiginlegri yfirlýsingu.

Lögregluvernd

Samkvæmt vefsíðunni hafa Ameti og fjölskylda hennar þurft að fá lögregluvernd eftir að hafa tekið á móti hótunum. Ráðgjafarfyrirtækið Farner Group, þar sem Ameti starfaði, sagði Ameti upp störfum þegar í stað eftir atvikið.

Mörg samtök og margir samstarfsmenn Ameti hafa einnig snúið baki við henni. Hagsmunasamtökin Operation Libero, sem Ameti stofnaði, sagði aðgerðir hennar „rangar og óviðeigandi“ og lagði áherslu á trúfrelsi og vinnu gegn ofstæki.

Sjálft listaverkið er óskemmt, þar sem Sanija Ameti skaut á auglýsingaspjald en ekki málverkið sjálft. Ameti hefur ekki viljað svara spurningum blaðamanna fram að þessu.

Ameti ólst upp í bosnískri múslímafjölskyldu og hefur verið kynnt í fjölmiðlum í gegnum árin bæði sem „efasemdarmanneskja“ og „aðili múslímska samfélagsins.”

Fara efst á síðu