Svissneskt baðhús bannar innflytjendum aðgang

Í mörg ár hafa hópar arabískra innflytjenda frá Frakklandi valdið baðgestum usla í útisundlaug sveitarfélagsins í Porrentruy í Sviss. En svo er ekki lengur. Sveitarfélagið hefur bannað útlendingum aðgang að baðhúsinu og sýna þarf vegabréf eða önnur skilríki til að fá aðgang, að því er staðbundnir fjölmiðlar greina frá.

Sveitarfélagið Porrentruy í Jura hefur ákveðið að banna öllum sem hvorki eru svissneskir ríkisborgarar eða með lögheimili í landinu að heimsækja útisundlaug bæjarins. Bannið, sem gildir til loka ágúst, beinist fyrst og fremst að arabískum gestum frá Frakklandi.

Ástæðan eru hin mörgu atvik sem tengjast „frönskum“ baðgestum sem, að sögn sveitarfélagsins, hafa hagað sér óviðeigandi. Að sögn yfirvalda hafa gestir áreitt konur kynferðislega, hótað ofbeldi, verið dónalegir og brotið gegn reglum baðhússins eins og að baða sig í nærbuxum af fínum merkjum í stað sundfata.

Þúfan sem velti hlassinu var þegar maður réðst á öryggisvörð við sundlaugina.

Til að fá aðgang að baðhúsinu þarf viðkomandi núna að sýna að fram á að vera svissneskur ríkisborgari eða hafa dvalar- og/eða atvinnuleyfi í Sviss sem er ekki svo auðvelt að fá. Philippe Eggertswyler borgarstjóri segir við SRF:

„Þeir sem borga verða einnig að vera þeir sem njóta góðs af þjónustu sveitarfélagsins – og það eru íbúar Jura. Fólk verður líka að geta talið sig öruggt í sundlauginni.“

Hann neitar því að um mismunun sé að ræða eða einhvers konar rasisma. Sveitarfélagið segir að markmiðið sé að vernda öryggi og tryggja friðsamlega sambúð milli þjóðernishópa.

Svipuð vandamál hafa einnig verið tilkynnt í útisundlaugum á Basel-svæðinu, þar sem öryggisverðir tryggja öryggi baðgesta en stundum þarf að kalla lögreglumenn á staðinn. Óvissa er um, hvort bannið sé í samræmi við svissnesku stjórnarskrána.

Fara efst á síðu