Sviss gæti yfirgefið hlutleysið

Í 500 ár hefur Sviss verið án þátttöku í styrjöldum og hernaðarbandalögum. Sú saga kann að vera á enda, þar sem landið verður fyrir auknum þrýstingi um að lúta dagskrá yfirþjóðlegra samtaka.

Sviss er þekkt fyrir margt: úr, banka, súkkulaði og há fjöll. Annað sem landið er heimsfrægt fyrir er hið langa og reglubundna hlutleysi. Í 500 ár hefur Sviss haldið sig frá hernaðarátökum, þar á meðal þrjátíu ára stríðinu 1618-1648, Napóleonsstyrjöldunum og fyrri og síðari heimsstyrjöldinni. Þeir hafa einnig staðið utan yfirþjóðlegra samtaka eins og ESB og Nató.

Í frétt Politco segir, að Sviss hafi verið frægt fyrir hlutleysi en hætt sé við því núna að horfið verði frá hlutleysinu. Kemur það fram í skýrslu núverandi forseta Sviss, Viola Amherd, sem samtímis er varnar- og öryggismálaráðherra landsins.

Viola Amherd. Mynd: Wikipedia

Sviss er undir þrýstingi

Skýrsluhöfundar mæla með því, að Sviss myndi enn sterkari tengsl við ESB og hernaðarbandalagið Nató. Þeir ganga ekki svo langt að krefjast aðild Sviss að þessum tveimur yfirþjóðlegu samtökum, en á hinn bóginn vilja þeir að Sviss „tengist“ hernaðarlegum böndum til ESB og Nató. Vísað er til stríðsins í Úkraínu og þeirrar ógnar sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður vera. Í skýrslunni má lesa eftirfarandi skv. Politico:

„Frá árás Rússa á Úkraínu hefur hlutleysi enn og aftur orðið viðfangsefni pólitískrar umræðu, bæði heima og erlendis. Þrýstingurinn á Sviss að skýra stöðu sína fer vaxandi.”

Sviss hefur þá stefnu að selja ekki vopn til ríkja sem eiga í styrjöld en í skýrslunni er þrýst á Sviss að breyta um stefnu og hefja vopnasölu til Úkraínu. Vesturlönd, sem senda mikið magn af vopnum til Úkraínu til að halda átökunum gangandi í stað þess að leita friðar, þrýsta á Sviss að hefja stórfellda vopnasölu til Úkraínu.

Stuðningsmenn ESB og Nató skrifuðu skýrsluna

Jafnvel áður en skýrslan var birt hafði hún sætt harðri gagnrýni, bæði frá vinstri mönnum og þjóðarsinnum. Amherd er sökuð um að hafa fengið ástríðufulla stuðningsmenn ESB og Nató til að útbúa skýrsluna með þessum gríðarlega þrýstingi til að fá stjórnmálamenn í Sviss til að yfirgefa sögulega hlutleysisstefnu Sviss.

Fara efst á síðu