Um áramótin verður refsivert á opinberum stöðum í Sviss að bera fatnað sem hylur andlitið. Sektað verður fyrir brot gegn lögunum. Ef einhver neita að borga, fær hann tíu sinnum hærri sekt.
Búrkubannið er er ekki nýtt, því almenn þjóðaratkvæðagreiðsa um málið var haldin í mars 2021 og þá sögðu 51,2% svissnesku þjóðarinnar já við búrkubanni.
Nýja stjórnarskrárgreinin verður innleidd í sambandslög sem bann við að hylja andlitið. Brot munu varða 100 CHF sekt eða um það bil 160.000 íslenskum krónum. Hægt verður að greiða sektina á staðnum en sá sem neitar að greiða sektina á yfir höfði sér hámarkssekt upp á 1.000 CHF eða 1,6 milljónir íslenskar krónur.
Bannið við að hylja andlitið nær ekki til flugvéla, diplómata- og ræðismannassala. Andlitið má líka verið hulið á tilbeiðslustöðum og öðrum helgum stöðum. Einnig er heimilt að hylja andlitið vegna heilsu, öryggis, veðurskilyrða og staðbundinna svissneskra siða sem og í list- og skemmtunarskyni og jafnframt í auglýsingaskyni.
Í undantekningartilvikum verður heimilt að hylja andlitið á opinberum stöðum, ef það er nauðsynlegt til að neyta tjáningar- og fundafrelsis, enda hafi ábyrg stjórnvald gefið sitt samþykki fyrir fram og allsherjarreglu og öryggi sé ekki stefnt í hættu.
Rúmum tíu árum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2021 greiddi svissneska þjóðin atkvæði um og samþykkti bann við að leyfa bænaturna á moskum í landinu. 57,5% íbúanna vildu banna bænaturnana.
Bann við búrku á opinberum stöðum er í nokkrum öðrum Evrópulöndum eins og Frakklandi og Austurríki.