Svíar eiga að styðja Úkraínu með því að borða úkraínskan mat

Sænskar matvöruverslanir verða núna fylltar af matvælum frá Úkraínu í nýju samstarfi stjórnvalda og búðarisanna. Nýja frumkvæðið, sem þróunarsamvinnu- og utanríkisviðskiptaráðherrann Benjamin Dousa kynnti, miðar að því að „auðvelda sænskum neytendum að styðja Úkraínu í matvöruversluninni.“

Að baki verkefninu eru sænska ríkið og stærstu matvælakeðjur Svíþjóðar. Átakið gengur undir nafninu „Viðskiptalandið Svíþjóð – sameiginlega fyrir Úkraínu.“

Átakið felur meðal annars í sér sérstaka hraðleið fyrir úkraínska birgja, markvissa markaðssetningu í verslunum og gjafir á kælibílum og öðrum búnaði til Úkraínu. Utanríkisráðuneytið segir í fréttatilkynningu:

„Úkraína þarfnast áframhaldandi stuðnings okkar og núna verður auðveldara að leggja sitt af mörkum.“

Eric Lundberg, forstjóri ICA Svíþjóðar, leggur áherslu á að markmiðið sé að auðvelda úkraínskum matvælaframleiðendum að komast inn á sænska markaðinn. Anders Torell, starfandi forstjóri Coop, kallar þetta viðleitni til „efnahagslegrar þróunar“ Úkraínu.

Axfood leggur áherslu á það átak sem fyrirtækið hefur þegar komið að, eins og að gefa kælibíla og peninga. Að sögn Peters Holm hjá innkaupafyrirtæki Axfood, Dagab, er jákvætt að fleiri í bransanum geti nú lagt sitt af mörkum til endurreisnar Úkraínu.

Fara efst á síðu