Svíahatandi palestínu aðgerðarsinni tekin fram yfir 280 aðra umsækjendur um skólastarf í Malmö

Sænski Palestínuaðgerðarsinninnn Tara Mohammed Saleh sem nærist á hatri á Svíþjóð og Svíum fékk nýtt starf í skóla í Malmö. Skólinn þóttist ekki þekkja neitt til hennar og reiðin sýður meðal almennings.

Tara Mohammed lætur taka af sér myndir veifandi byssum sem hún setur út á samfélagsmiðla. Hún styður hryðjuverkasveitir Hamas, vill sjá Rússland farga Svíþjóð og óskar sænskum börnum alls ills. Í fyrrahaust var henni sparkað úr starfi sem kennari á einkaskóla Ebbu Petterssons í Gautaborg, vegna allra hatursskrifa á samfélagsmiðlum.

Í september í ár tókst henni að fá nýtt starf að þessu sinni sem aðstoðarmaður nemenda á Bergaskólanum í Malmö. Skólastjórinn Rikard Persson segist ekki hafa haft neina hugmynd um bakgrunn hennar, þegar hún var ráðin.

Reiðin er mikil meðal foreldra barna í skólanum og á Facebook eru foreldrar hvattir til að senda ekki börnin lengur í skólann. Móderatar og Svíþjóðardemókratar krefjast þess að bæði Tara og skólastjórinn verði rekin úr starfi. Richard Mortenlind hjá grunnskólum Svíþjóðar segir við Sydsvenskan að skólastjórinn sé í erfiðri stöðu en honum verði ekki sagt upp störfum.

Tara segir við Sydsvenskan að stjórnmálamenn dreifi hatri gegn sér. Þegar Tara var ráðin í Bergaskolan skautuðu skólayfirvöld fram hjá mörgum af fyrri uppsögnum hennar og veittu henni starfið á undan 280 öðrum umsækjendum. Á myndskeiðinu að ofan segir Tara að sænsk börn séu hórbörn, því fólk eignist börn án þess að vera gift.

Fara efst á síðu