Árekstrum milli hömlulauss dómskerfis Brasilíu og samfélagsmiðilsins X gæti verið að ljúka, en Elon Musk, svaraði fyrir sig.
The Gateway Pundit greinir frá: Í marga mánuði hefur X forðast ólöglegar beiðnir sem ekki eru samkvæmt stjórnskipunarlögum – að ekki sé minnst á leynilegar beiðnir brasilíska hæstaréttardómarans Alexandre de Moraes um að ritskoða eða á annan hátt birta einkaupplýsingar um notendur X sem eru pólitískir andstæðingar dómarans.
Musk hefur staðið gegn þessum beiðnum og hefur opinberlega ögrað manninum sem er raunverulegur valdhafi djúpríkisins í Brasilíu að ónefndum sósíalistaforseta Brasilíu, Lula da Silva.
Í síðustu viku ákvað X að loka starfsemi sinni í Brasilíu eftir að Hæstiréttur hótaði að fangelsa lögfræðing fyrirtækisins í landinu. Þótt X sé mest niðurhalaða appið í landinu, er um það bil verið að loka miðlinum – milljónum notenda til ama.
Associated Press greinir frá: Hæstaréttardómari í Brasilíu hótaði á miðvikudag að loka starfsemi X sem áður var Twitter, nema að eigandinn Elon Musk tilnefni löglegan fulltrúa í Brasilíu innan sólarhrings.
Skipun dómarans Alexandre de Moraes er nýjasta skrefið í áframhaldandi deilum við samfélagsmiðilinn X. Árekstrar urðu milli X og de Moraes fyrr í ár vegna „málfrelsis, reikningum tengdum hægri öfgamönnum og rangra upplýsinga á samfélagsmiðlinum sem segist vera fórnarlamb ritskoðunar.“
Þegar AP talar um „öfgahægri“ reikninga, vitum við að það er ekkert slíkt heldur er verið að fjalla um einstaklinga sem gagnrýna Moraes dómara opinberlega.
Hótanir um fangelsi gegn fulltrúa X urðu til þess, að Musk flutti burt allt starfsfólk X sem eftir var í Brasilíu.
Hæstiréttur hótaði í bréfi í gær til Elon Musk að lokað yrði á samfélagsmiðilinn í Brasilíu, ef hann færi ekki að kröfum dómstólsins:
„Ef ekki verður farið að ákvörðuninni gæti það leitt til stöðvunar á starfsemi samfélagsmiðlsins í Brasilíu.“
Viðbrögð Musks voru snögg: Hann birti gervigreindarmynd af handjárnuðum Moraes í dómaraskikkjunni á bak við lás og slá með orðunum:
„Einn dag, @Alexandre, verður þessi mynd af þér í fangelsinu raunveruleg. Sannaðu orð mín.“