Stuðningur við Úkraínustríðið hríðfellur meðal almennings í Evrópu

Valdhafar á Vesturlöndum láta eins og fullt samþykki viðkomandi þjóða sé fyrir mannslátruninni á vígvellinum í Úkraínu. Látið er eins og það sé tilvistarspurning fyrir Vesturlönd að farið verði í þriðju heimsstyrjöldina gegn Rússum með kjarnorkuvopnum. The Guardian birtir nýjar tölur skoðanakannanafyrirtækisins Yougov sem sýnir okkur staðreyndir sem eru allt aðrar en þær lygar sem daglega eru bornar á borð fyrir okkur. Hvað mun femínistastjórnin á Íslandi gera? Halda áfram að ausa peningum úr velferð landsmanna í tilgangslaus manndráp í Úkraínu?

Stuðningur við Úkraínustríðið hríðfellur. Til dæmis styðja einungis 15% Ítala áframhaldandi stríð, þar til Rússar hverfa úr landi. 23% Frakka vilja áframhaldandi stríð, 25% Spánverja, 28% Þjóðverja, 36% Breta, 40% Dana og 50% Svía. Svíar skera sig úr enda stríðsáróður yfirvalda með ólíkindum en mikil hreyfing engu að síður í átt til friðar.

Yfirgnæfandi stærri hópur í stóru ríkjunum þráir frið, jafnvel þótt það þýði að Úkraína verði að gefa eftir landshluta til Rússlands. Þannig vilja 55% Ítala semja um frið, 46% Spánverja, 45% Þjóðverja, 43% Frakka, 34% Dana, 32% Breta og 24% Svía. Í Danmörku og Svíþjóð vilja fleiri stríð en frið en stuðningur við stríðið hríðfellur eins og sjá má grafinu hér að neðan. Rauða línan sýnir stuðning við stríðið, bláa línan sýnir stuðning við friðinn.

Screenshot

Fara efst á síðu