Stríðsæsingamaðurinn Carl Bildt: „Pútín sigraði – Trump gafst upp“

„Trump getur lítið sem ekkert gert, er óstöðugur og fallvaltur.“

Carl Bildt réðst á fullu á Donald Trump í viðtali við TV4 um helgina. Samkvæmt fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar getur bandaríski forsetinn „lítið sem ekkert gert, er óstöðugur og fallvaltur.“

Samtímis og vonir margra glæðast um frið eftir að Donald Trump ræddi við Vladimír Pútín á föstudaginn, þá getur Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ekki dulið gremju sína og hatur á Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Í viðtali við TV4 segir Bildt að Trump virðist ekki á vetur setjandi og hann hefði viljað að bandaríski forsetinn hefði sett meiri þrýsting á Pútín:

„Það sem Trump hafði vonast eftir var samkomulag um vopnahlé, það er augljóst að Pútín hafði engan áhuga á því. Spurningin var, hvort Trump myndi setja þrýsting á hann um að koma á vopnahlé, Trump virðist ekki hafa gert það.“

„Pútín sigraði – Trump flúði af hólmi“

Samkvæmt Bildt fór Pútín heim af fundinum sem mikill sigurvegari en Trump flúði af hólmi.

Í athugasemdum við innlegg Bildts á X eru þó ekki allir sammála um að Trump hafi gefist upp fyrir Pútín. Þannig skrifar til dæmis einn notandi til Carl Bildts:

„Farðu til fjandans, þú kexruglaði stríðsæsingamaður.“

Fara efst á síðu