Fyrrum stórir auglýsendur eins og IBM, Disney, Warner Bros og Discovery auglýsa núna á samfélagsmiðli Elon Musk X, að því er Adweek greinir frá. Þessir fyrrum auglýsendur á twitter ákváðu að auglýsa ekki á X til að mótmæla stefnu nýja eiganda X, Elon Musk, sem valdi málfrelsi í stað ritskoðunar og pólitísks rétttrúnaðar eins og twitter var þekkt fyrir.
Mörg stór fyrirtæki kusu að hlýða rétttrúnaðarkallinu og hætta að auglýsa á samfélagsmiðlinum. En núna hafa þó nokkur stóru fyrirtækjanna snúið aftur sem auglýsendur, þrátt fyrir að þau borgi aðeins brot þeim peningum sem þau eyddu á twitter. X hefur reynt að ná stærri samningum við minni vörumerki.
Elon Musk reyndi til dæmis á Lionshátíðinni í Cannes í ár að ná þessum stóru viðskiptavinum til baka til samfélagsmiðilsins skrifar Adweek.
Þar sem Musk er orðinn einn af teymi Donald Trump og eftir hinn mikla kosningasigur Trumps, þá er búist við að sum fyrirtækin gætu verið að sýna smá lit með auglýsingum á X. Á hinn bóginn hafa einnig sumir glóbalízkir fjölmiðlar og vinstrimenn yfirgefið X vegna sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og málfrelsinu á X sem ritskoðar ekki fréttir af slíku eins og margir fjölmiðlar eru sekir um.