Stoltenberg vill Noreg inn í ESB en lýðræðið er hindrun

Jens Stoltenberg vakti viðbrögð á öryggisráðstefnunni í Varsjá þegar hann sagði lýðræðið standa í vegi fyrir aðild Noregs að ESB. Margir spyrja sig núna: Hverjir eiga í raun og veru að ákveða framtíð Noregs – Norðmenn eða valdhafar?

Á öryggisráðstefnunni í Varsjá lýsti fjármálaráðherra Noregs og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nató, Jens Stoltenberg, yfir stuðningi sínum við aðild Noregs að ESB. Jafnframt gaf hann út yfirlýsingu sem vakti athygli. Stoltenberg sagði í ræðu sinni, samkvæmt Aftenposten.

„Ég tel að besta leiðin til að aðlagast Evrópusambandinu sé að ganga í það. Vandamálið er lýðræðið og að fólkið ræður för.“

Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að ESB

Stoltenberg tók þátt í pallborðsumræðum sem fyrrverandi forsætisráðherra og yfirmaður Nató. Hann benti á að norska þjóðin hefði tvisvar hafnað aðild að ESB og að hann trúi ekki á aðild Noregs að ESB í náinni framtíð. Þrátt fyrir það ítrekaði hann afstöðu sína:

„Ég er mikill stuðningsmaður ESB. Ég reyndi að sannfæra Norðmenn um að ganga í bandalagið árið 1994, en við töpuðum.“

Þegar hann var spurður hvort Noregur ætti að ganga í bandalagið svaraði hann:

„Ég er sammála þér, en hjálpið mér að sannfæra Norðmenn eða Breta um það.“

Noregur er stórveldi í EFTA

Á ráðstefnunni sagði hann að hlutverk Noregs í EFTA hefði ákveðna kosti:

„Það sem mér líkar við EFTA er að það er eina alþjóðastofnunin þar sem Noregur er stórveldi. En ég vil gjarnan ganga í ESB.“

Stoltenberg var sæmdur „Frelsisriddaranum“ fyrir störf sín við að styrkja lýðræði og öryggi í Evrópu.

Úkraína tekin fram yfir heilbrigðisþjónustu og menntun Norðmanna

Í ræðu sinni lagði Stoltenberg áherslu á þörf fyrir auknum útgjöldum hernaðarmála jafnvel á kostnað annarra þátta samfélagsins:

„Ég veit að aukamilljarður til Úkraínu eða aukamilljarður til þjóðarvarna þýðir milljarð minna fyrir önnur góð markmið eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og innviði. En við verðum að muna að stærsti kostnaðurinn kemur ef við leyfum Pútín að vinna.“

Yfirþjóðlegir stjórnarhættir í kastljósinu

Stoltenberg er glóbalisti af líf og sál sem vill víkja velferðarkerfi Norðmanna til hliðar til að fá peninga til að kasta í sláturvélina í Úkraínu.

Fara efst á síðu