Stephen Ireland, stofnandi Pride-samtakanna í Surrey á Englandi, hefur verið dæmdur fyrir að nauðga 12 ára dreng sem hann hitti í gegnum stefnumótaappið Grindr fyrir homma. Frá þessu er greint á BBC News.
Stephen Ireland, 41 árs sem deildi íbúð með samkynhneigðum maka sínum David Sutton, 27 ára, í Addlestone, hefur verið fundinn sekur um fjölda kynferðisbrota gegn börnum.
Bæði Ireland og Sutton, sem var sjálfboðaliði hjá Pride samtökunum, voru dæmdir fyrir glæpi sem tengdust barnaklámi og barnaníði. Ireland var fundinn sekur um nauðgun, kynferðislega misnotkun á barni yngra en 13 ára, kynferðisofbeldi og að búa til barnaklám. Sutton var sakfelldur fyrir að hafa tekið og dreift barnaklámi og vörslu „öfgafulls“ kláms, að sögn BBC.
Samkvæmt lögsókninni hafði Ireland samband við drenginn í gegnum Grindr og bauð honum í íbúð sína. Þar stakk Ireland upp á að þeir kysstu hvern annan og horfðu saman á klám. Þá áttu sér stað kynmök og reyktu þeir kannabis á meðan klám var sýnt á fartölvu.
Eftir mánaðarlöng réttarhöld voru báðir mennirnir sakfelldir fyrir brot sín. Debbie White, yfirmaður verndardeildar Surrey lögreglunnar, lýsir Stephen Ireland sem „kynferðislegu rándýri“ sem nýtti sér varnarleysi ungs drengs í eigin þágu.
Talsmaður Pride in Surrey fordæmir glæpina. Báðir mennirnir munu fá fullnaðardóm þann 30. júní.