Stöðvum þetta brjálæði! Trump vill tafarlaust vopnahlé í Úkraínustríðinu

New York Post greinir frá því, að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, kalli eftir tafarlausu vopnahlé og friðarsamningar verði hafnir til að ljúka Úkraínustríðinu. Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn „Truth Social“ í gær „að tafarlaust verði að koma á vopnahlé og hefja friðarviðræður.“ Of mörgum mannslífum hafi verið sóað að óþörfu, of margar fjölskyldur eyðilagðar og „ef þetta heldur áfram þá getur það breyst í eitthvað miklu stærra og miklu verra.“

Trump skrifaði sunnudag 8. desember á Truth Social:

„Assad er farinn. Hann hefur flúið land sitt. Verndari hans, Rússland, Rússland, Rússland, undir forystu Vladimír Pútíns, hafði ekki áhuga á að vernda hann lengur. Í upphafi var engin ástæða fyrir Rússland að vera þarna. Þeir misstu allan áhuga á Sýrlandi vegna Úkraínu, þar sem nálægt 600.000 rússneskir hermenn eru særðir eða látnir í stríði sem hefði aldrei átt að hefjast og gæti haldið áfram að eilífu.

„Rússland og Íran eru í veikari stöðu núna vegna slæms efnahagsástands Úkraínu og einnig vegna Ísraels og hernaðarlegs árangurs þeirra. Sömuleiðis vilja Zelensky og Úkraína gera friðarsamning og stöðva brjálæðið. Þeir hafa misst 400.000 hermenn og mun fleiri óbreytta borgara á hrikalegan hátt. Það ætti tafarlaust að koma á vopnahlé og hefja viðræður. Of mörgum mannslífum hefur verið sóað að óþörfu, of margar fjölskyldur hafa verið eyðilagðar og ef þetta heldur áfram getur það breyst í eitthvað miklu stærra og miklu verra. Ég þekki Vladimír vel. Þetta er hans tími til að bregðast við. Kína getur hjálpað. Heimurinn bíður!“

Friðarviðræðurnar hófust í París

Forsetarnir þrír, Trump, Macron og Zelensky héldu fund í París fyrir enduropnun dómkirkjunnar Notre Dame. Fundinum er lýst sem „góðum og árangursríkum.“ Zelensky skrifað á X:

„Þegar við tölum um virkan frið við Rússland, þá verðum við fyrst og fremst að tala um árangursríkar tryggingar fyrir friði. Úkraínumenn vilja frið fremur en nokkur annar.“

„Ekki er hægt að binda endi á stríðið með blaði og nokkrum undirskriftum. Vopnahlé án ábyrgðar er hægt að rjúfa hvenær sem er, eins og Pútín hefur þegar gert áður. Til að tryggja að Úkraínumenn verði ekki lengur fyrir tjóni, þá verður að tryggja áreiðanleika friðar og ekki setja blinda augað gegn hernáminu.“

Fara efst á síðu