Stjórnmálamenn Vesturlanda klappa allir í einum kór að hætti kommúnismans

Mikael Willgert þáttarstjórnandi Swebbtv t.v., Roger Richtoff fv.þingmaður Svíþjóðardemókrata og Lars Bern athafnamaður t.h. ræddu skipun til sænskra þingmanna að klappa fyrir Zelensky.

Hinn vestræni heimur hefur úrkynjast svo mikið að sjá má skýr líkindi með einræðisríkjum – rétttrúnaðurinn gerir alla eins. Flest allir stjórnmálamenn standa og hylla sama hlutinn. Hjarðhegðunin minnir á einræðisríki kommúnista, segir sænski athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Lars Bern í áramótaþætti Swebbtv (sjá að neðan).

Mikael Willgert, Roger Richthoff og Lars Bern ræddu meðal annars um hjarðhegðun ráðamanna í dag. Vísað var til heimsóknar Volodymyr Zelensky frá Úkraínu til sænska þingsins og þá var þingmönnum sagt að koma og klappa fyrir Zelensky. Það segir Roger Richtoff sem er fyrrverandi þingmaður Svíþjóðardemókrata. Richthoff neitaði að taka þátt í þeim sýndarleik.

Allir eiga að hafa sömu skoðun á Úkraínudeilunni – eins og öðrum málum. Mikael Willgert benti á að allt þingliðið hefði verið samhent í hyllingu og klappi fyrir Zelensky. Lars Bern sagði:

„Já, þetta er lýsing á okkar tíma. Nýfrjálshyggjumenn hafa tekið völdin. Lýðræðið er dautt. Og það sem oft einkennir einræði er að allir standa upp og klappa. Stíll einræðisríkja eru komin til Vesturlanda.“

Bern sagði áfram:

„Í kalda stríðinu sáum við hvernig allir fögnuðu leiðtogunum á pólitískum fundum í Sovétríkjunum. Sams konar fjöldahyllingu sjáum við í Norður-Kóreu. Einnig í Kína. Nú höfum við fengið þetta til Vesturlanda, þetta er dæmi um það.“

Fara efst á síðu