Donald Trump heldur því fram að ESB hafi verið stofnað til að „blekkja Bandaríkin.“ Þýska ESB-þingkonan Christine Anderson bætir um betur og skrifar á X (sjá að neðan):
„ESB var stofnað til að blekkja þjóðir Evrópu. Bandaríkin sem og allar aðrar þjóðir hafa verið blekktar af glóbaliztum sem vilja koma á alheimsstjórn.“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir viðskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins algjörlega einhliða. ESB fær aðgang að mörkuðum Bandaríkjanna en tollar lagðir á vörur frá Bandaríkjunum í aðildarríkjum ESB. Trump hótar með 25% tollum á vörum frá ESB nema að ESB geri eitthvað í málunum.
Samkvæmt þýsku Evrópuþingkonunni Christine Anderson þá hefur Trump misst af því að ESB var einnig búið til að blekkja þjóðir ESB. Anderson skrifar á X:
„ESB var ekki stofnað til að blekkja Bandaríkin, ESB var stofnað til að blekkja evrópska þjóðir. ESB var nauðsynlegt skref til að aðlaga Evrópubúa að þeirri hugmynd að vera stjórnað af alþjóða ríkisstjórn… Í nánast öllum vestrænum lýðræðisríkjum berjast stjórnvöld gegn sínum eigin landsmönnum og afnema frelsi, lýðræði og réttarríkið til hagsbóta fyrir glóbaliztana og því markmiði þeirra að koma á alheimsstjórn.“
EU is a tool to Screw Europeans https://t.co/YffMFuNNnG
— Vivian Larsen (@vivi_lars) February 27, 2025