Stjórnmálamenn eru leikbrúður þess kerfis sem við berjumst gegn

Bandaríkjunum er stjórnað af kerfinu í dag sem setur fram ýmsa frambjóðendur eins og Joe Biden og Kamala Harris. En í rauninni eru þeir leikbrúður og ekki hinn eiginlegi andstæðingur. Stjórnmálamaðurinn Vivek Ramaswamy segir nýlegri ræðu, að Bandaríkjamenn þurfi að átta sig á heildarmyndinni af því sem er að gerast og hvað er í húfi.

Hvernig eiga repúblikanar að vinna forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember?

Að sögn Vivek Ramaswamy, fyrrverandi forsetaframbjóðanda repúblikana, þarf flokkurinn að fara dýpra en bara að veitast að frambjóðendum demókrata. „Vegna þess að þeir eru bara leikbrúður.“

Bandaríkin standa á tímamótum sem líkja má við frelsisstríð Bandaríkjanna í lok 18. aldar, þegar Bandaríkin urðu sjálfstætt ríki. Kerfið er að baki stefnu og róttækni einstakra stjórnmálamanna. Ramaswamy segir:

„Við erum ekki á móti þessum einstöku frambjóðendum, Joe Biden, Kamala Harris… Þau eru leikbrúður kerfisins. Við erum að berjast gegn kerfinu. Við þurfum að muna það.“

„Ég held ekki að leiðin til að vinna kosningarnar sé með því að koma aftan frá. Ég held að við höfum gert það. Ég held ekki að við vinnum þetta með því að beita einstaklingsgagnrýni á hvern frambjóðandann á eftir öðrum. Þá skiljum við þetta ekki. Við munum sigra í nóvember með því að enduruppgötva hver við erum og fyrir hvað við stöndum í raun og veru — ekki bara sem repúblikanar, heldur sem Bandaríkjamenn. Það er okkar augnablik ársins 1776. Það gerðu sambandsfeðurnir og það verðum við að gera í dag!“

Hlusta má á hluta ræðu Ramaswamy hér að neðan:

Fara efst á síðu