Stefnubréf BlackRock: Þannig á að stjórna heiminum

Forstjóri BlackRock, Larry Fink, vill skipta út lífeyri ríkisins, rafmagnsnetum og almenningsveitum fyrir risastóra einkasjóði sem stjórnað er í lokuðum herbergjum. Í nýju bréfi opinberar Fink hvernig nota á ellilífeyririnn þinn sem orkugjafa til að afnema lýðræðið á heimsvísu.

Fjármagnið tekur yfir ríkið – almenningi haldið fyrir utan

Í nýjasta ársbréfi sínu (sjá að neðan) lýsir Larry Fink, forstjóri BlackRock, framtíðinni sem risastóru innviðaverkefni.

Ríkið á ekki lengur að hafa umráð með lífeyriskerfum og raforkuveitum.

Fjármagnsrisar í einkaeign eiga að taka yfir allt saman.

Fink leggur til að beina eigi lífeyrissparnaði yfir á einkamarkaði lokaðra sjóða og verkefna, þar sem almenningur og smásparendur hafa ekki aðgang. BlackRock undirbýr samtímis stórfelldar fjárfestingar í raforkunetum, gagnaverum og höfnum út um allan heim.

„Lýðræðisvæðing“ milljarðamæringanna = yfirtaka á fjármálum ríkisins

Fink lýsir þessu sem „lýðræðisvæðingu fjárfestinga.“ En raunveruleikinn verður þveröfugur fyrir almenning. Fjárfestingarnar verða einungis gerðar með gildum sjóðum reiðubúnum að leggja fram tugi milljarða króna í fjármagn til að bókstaflega gleypa lífeyrissjóðina og rafveiturnar sem síðan verður stjórnað af risastórri fjármálaklíku á heimsmælikvarða.

Árið 2024 keypti BlackRock fyrirtækið „Global Infrastructure Partners“ sem á flugvelli, hafnir og orkumannvirki. Á þessu ári hefur einnig verið undirritaður samningur um yfirráð yfir 100 höfnum í 23 löndum.

Lífeyrisfé til að bjarga gervigreindarfyrirtækjum

Fink segir að helstu fjárfestingar framtíðarinnar munu fara í orkufrek gervigreindarmannvirki. Aðeins eitt gagnaver getur dregið jafn mikið rafmagn og öll borgin Honolulu. En á meðan BlackRock byggir raforkukerfi fyrir gervigreindarfyrirtæki eins og Nvidia og xAI, varar Fink við því að raforkukerfi nútímans dugi ekki til og þess vegna verði einkafjármagnið að taka yfir.

Valdið breytist – án þess að þú eigir að vita af því eða skilja það

Á meðan BlackRock er að byggja upp nýtt alheimsfjármálaveldi sitt á bak við luktar dyr, þá er því lýst sem eðlilegri og lýðræðislegri þróun. Í reynd er um valdarán að ræða, þar sem lýðræðislegt stjórnarfar verður afnumið og völdin færð yfir í lokaðar fjármálamiðstöðvar án gegnsæis.

Stærsti sjóður heims tekur yfir hafnir og raforkukerfi með lífeyrispeningum þínum og sviptir burtu stjórnarskrám eins og ekkert sé. Nema að almenningur berjist gegn því og stöðvi þessar fyrirætlanir.

Fara efst á síðu