Hvað býr að baki geðrænum vandamálum fólks í Evrópu? ESB-þingkonan Christine Anderson segir að Covid-stefna og „loftslagsbrjálæði“ Evrópusambandsins eigi stóran hlut í vanheilsu íbúa aðildarríkja sambandsins.
Á Evrópuþinginu þann 10. október – sem er alþjóðlegur dagur geðheilsu – voru umræður um „stefnu ESB í geðheilbrigðismálum.“ Þýska Evrópuþingkonan Christine Anderson tók þar til máls og segir Evrópusambandið sjálft bera ábyrgð geðvandamálum Evrópubúa. Anderson sagði:
„Herra fundarstjóri! Við erum að tala um geðheilsu. En hvað er það sem hefur sérstaklega gert fólk brjálað á undanförnum árum? Þvingunaraðgerðir, lokanir, einangrun, kröfur um andlitsgrímur og þrýstingur á að láta bólusetja sig.“
Covid-þvinganir yfirvald fóru verst með börnin
Að sögn Andersson bitnuðu aðgerðir yfirvalda í Covid-faraldrinum sérstaklega mikið og illa á börnum. Í stað barnslegs áhyggjuleysis, leiks og hláturs voru þau þvinguð í einangrun, ótta og félagslegan kulda. Anderson hélt áfram:
„Mörg þeirra þjást enn af afleiðingunum í dag. Barnasálfræðingarnir geta varla fylgst með. Sumt fólk í Þýskalandi var jafnvel sett í fangelsi ef það neitaði að láta sprauta í sig mögulega banvænu efni.“
„Loftslagsbrjálæði, kynjavitleysa og æsingur gegn þjóðernishópum“ gerir fólk brjálað
Að sögn Christine Anderson bætast einnig við mál eins og „loftslagsbrjálæði, kynjavitleysa og æsingur gegn þjóðernishópum“ sem samkvæmt henni er „hugmyndafræðileg della.“