JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, þrýstir á Breta: innleiðið málfrelsi og afnemið lög landsins gegn hatursorðræðu. Að öðrum kosti verður enginn nýr viðskiptasamningur gerður á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Þetta segja heimildarmenn með innsýn í Hvíta húsið að sögn The Independent.
„Ekkert málfrelsi, ekkert samkomulag. Svo einfalt er það,“ segir heimildarmaður í Washington með innsýn í samningaviðræðurnar.
Krafa Bandaríkjanna er sögð vera sú, að til þess að hægt verði að gera viðskiptasamninga, þá verði að afnema bresk lög sem takmarka tjáningarfrelsi, þar á meðal vernd „LGBTQ-fólks“ gegn móðgunum. Fyrirhuguð bresk lög um netöryggi hafa einnig vakið áhyggjur í herbúðum Trumps.
Að undanförnu hafa fréttir um að breska lögreglan gangi fram af fullum krafti gegn einstaklingum sem hafa skrifað „slæma“ hluti á netinu vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem málfrelsi er verndað samkvæmt stjórnarskránni.
Keir Starmer forsætisráðherra heimsótti Trump nýlega og aukinn þrýstingur í samningaviðræðum eftir að Bandaríkin gerðu tímabundið hlé á tollahækkunum. Samkvæmt einum heimildarmanni er yfirlýst markmið Vance að „beita Bretum frekari þrýstingi varðandi tjáningarfrelsið.“
Hvíta húsið hefur áður látið í ljós óánægju sína með takmarkanir Breta á tjáningarfrelsi, meðal annars í tengslum við mál þar sem kona var dregin fyrir dóm eftir að hafa beðið í hljóði fyrir utan fóstureyðingastofu en það mál olli miklu uppnámi í Bandaríkjunum.
Starmer-stjórnin vill hins vegar forðast viðkvæmar pólitískar eftirgjafir innanlands og hefur lagt áherslu á að haturslöggjöf „sé ekki hluti af viðræðunum“ að sögn heimildarmanns í Downing Street.
En í Washington er tónninn skýrari. Heimildarmaður The Independent segir: