Starfsmenn sjúkrahúsa verða að spyrja karlmenn hvort þeir séu óléttir

Röntgenhjúkrunarfræðingum á breskum sjúkrahúsum er falið að athuga meðgöngu allra sjúklinga á aldrinum 12 til 55 ára óháð kyni. Er þetta þáttur í viðleitni breska heilbrigðiskerfisins til að vera „minna aðgreinandi.” Nýju viðmiðunarreglurnar skapa enga lukku og eru harðlega gagnrýndar meðal annars af starfsmönnunum sjálfum.

Leiðbeiningarnar voru skrifaðar í kjölfar máls, þar sem óléttur trans karlmaður, fór í sneiðmyndatöku. Starfsfólkið vissi ekki af því, að hann gengi með barn. Núna er fyrirskipað, að starfsfólk spítala eigi að taka með transkyn, non-binary og intersex sjúklinga og ekki gera mun á neinu kyni til að ganga úr skugga um að viðkomandi séu ekki óléttir.

Karlmenn beðnir að fylla út kyn við fæðingu

Að sögn starfsmanna þjóðlega heilbrigðiskerfisins „National Health Service, NHS,” þá geta geislar frá röntgen og skönnunum sem og við krabbameinsmeðferð verið hættulegir ófæddum börnum. Nýju reglurnar sem eiga að leiða til meiri sameiningu og minni aðskilnaðar hafa valdið miklum ruglingi og reiði meðal sjúklinga og stofnar öryggi þeirra í hættu, að sögn starfsmannanna.

Röntgenhjúkrunarfræðingar segja að nýju reglurnar hafi valdið því, að karlar hafa strunsað út af fundum og konur grátið vegna „ífærandi“ frjósemisvandamála. Þeir segja að sjúklingar séu beðnir um að fylla í meðgöngueyðublöð um kyn þeirra við fæðingu, ákjósanleg nöfn og fornöfn og jafnframt að lesa „fáránleg“ rit um fólk sem fæðist með mismunandi kyneinkenni.

Enn fremur er stefnan sögð innræta börn með því að spyrja yngri en 18 ára hvaða nöfn og fornöfn þau vilji helst nota. Flest allir foreldrar bregðast reiðir við slíku innræti barna sinna. Talið er að aðferðin sé niðurlægjandi fyrir sjúklinga og skorað er á heilbrigðisþjónustuna að „hverfa aftur til skynseminnar.“

Hugmyndafræðin fær forgöngu fram yfir líffræðina

Fiona McAnena hjá góðgerðasamtökunum Kyn skiptir máli „Sex Matters” telur að stefnan um aðlögun sé eitt versta dæmið um að fagleg samtök tapi áttum með því að forgangsraða hugmyndafræði fram yfir líffræðilegar staðreyndir. Hún segir:

„Að koma heilbrigðisstarfsmönnum og karlkyns sjúklingum í gegnum þennan niðurlægjandi farsa með meðgönguspurningum, spurningum um líkurnar á þungun og beiðni um fornöfn, er bæði óviðeigandi og átakanleg tímasóun. NHS sjúkrahús sem hafa tekið upp þessa stefnu á röntgendeildum sínum ættu strax að draga hana til baka og snúa sér aftur að skynsemi og raunveruleikanum.”

Fara efst á síðu