Stáliðnaðurinn varar við hruni – ESB og glóbalizminn ógnvaldar

Stálframleiðandi Thyssenkrupps varar við því að þýski stálframleiðandinn sé á barmi gjaldþrots nema stjórnmálamenn bregðist hratt við. Ódýr innflutningur frá Kína og strangar umhverfis- og loftslagskröfur ESB ýta evrópskum framleiðendum út af mörkuðum og samkeppnisaðilar utan sambandsins njóta góðs af. Málið varpar ljósi á hvernig glóbalizminn ógnar framtíð evrópska iðnaðarins.

Þýski stáliðnaðurinn stendur frammi fyrir bráðri kreppu. Ódýrt framboð af stáli frá Kína sem er framleitt án sömu gæða- og umhverfiskrafna bitnar hart á þýskum framleiðendum sem geta ekki keppt við hið lága verð og þrot blasir við.

Opin landamæri glóbalizmans hafa gert kínverskum fyrirtækjum kleift að ná sterkri stöðu á evrópskum markaði en störf og framleiðslugeta glatast í Þýskalandi.

Reglugerðarbyrði ESB íþyngjandi

Á sama tíma og innflutningsverð lækkar, þá standa þýsk og evrópsk iðnaðarfyrirtæki frammi fyrir sífellt strangari umhverfis- og loftslagskröfum. Reglugerðirnar þýða lengri framleiðslutíma og hærri kostnað, sem gerir samkeppni mun erfiðari.

Kína og aðrir stórir framleiðendur utan Evrópu starfa við mun frjálsari aðstæður og geta því afhent vöru sína hraðar og ódýrara og það grefur undan stöðu evrópskra fyrirtækja á heimsmarkaði. Fulltrúar iðnaðarfyrirtækja krefjast þess að stjórnmálamenn komi með verndarráðstafanir. Meðal tillagnanna eru:

  • Tollar og gæðakröfur til verndar gegn ódýru stáli
  • Stefnumótandi fjárfestingar í nýsköpun og menntun til að styrkja iðnaðinn í Evrópu

Með verndandi iðnaðarstefnu væri hægt að snúa við blaðinu og Þýskaland og Evrópa gætu aftur orðið að sterkum aðilum í stálframleiðslu á nýjan leik.

Gagnrýnendur halda því fram að stjórnmálamenn sem berjast fyrir óheftri verslun gangi í reynd erinda erlendra aðila á kostnað fyrirtækja og vinnuafls í Evrópu. Með því að leyfa lágt verð samtímis og strangar loftslagskröfur eru lagðar á herðar eigin iðnaðarfyrirtækja, þá á ESB á hættu að glata bæði sjálfbærni og samkeppnisgetu.

Ef ekki verður brugðist hratt við er Þýskaland í raunverulegri hættu að glata mikilvægasta undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Fara efst á síðu