Staðgengilsstríðið er stórslys fyrir Úkraínu

Úkraínustríðið er nýíhaldssamt staðgengilsstríð þar sem landsmönnum Úkraínu er fórnað í fallbyssufóður til þess að koma höggi á Rússland. Þetta er stórslys fyrir fólkið segir kanadíski blaðamaðurinn Aaron Maté í í þættinum „Judging Freedom“ (sjá hlekk á þáttinn neðar á síðunni).

Blaðamaðurinn Aaron Maté segir í viðtali við Judging Freedom, að úkraínsku þjóðinni hafi verið fórnað í umboðsstríði gegn Rússlandi sem nýíhaldsmenn í Bandaríkjunum vita að Úkraína getur ekki unnið. Stríðið er eingöngu til þess að reyna að koma höggi á Rússland. Maté segir:

„Það eru venjulegir Úkraínumenn sem fá að borga brúsann.“

Lækka herskyldu niður í 18 ár vegna skorts á hermönnum

Á sama tíma er mikil pressa á Úkraínu að lækka herskyldualdurinn niður í 18 ár til að verða ekki uppiskroppa með hermenn eins og ástandið er orðið núna. Aaron Maté heldur áfram:

„Til þess að Úkraína geti fórnað enn þá fleiri ungu fólki á altari þessa staðgengilsstríðs. Þetta er þvílíkt stórslys. En það hentar stefnu Bandaríkjanna fullkomlega að nýta Úkraínumenn sem fallbyssufóður til að skaða Rússa.“

Rússar hafa brytjað niður Úkraínuherinn í Kúrsk

Að sögn Maté hefur sókn Úkraínu í Kursk gjörsamlega misheppnast. Rússar hafa brytjað niður úkraínska herinn og eru að ganga frá þeim síðustu:

„Þrátt fyrir lúðrablástur sigurs í byrjun, þá er innrásin (í Kúrsk) algjör hörmung fyrir Úkraínu eins og var fyrir fram vitað. Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hefur undanfarið orðið sífellt örvæntingarfyllri og er farinn að tala um að beita kjarnorkuvopnum.“

Blinken farðu heim, við viljum ekki að Pólverjar borgi eða deyi í stríðum ykkar!

Hér að neðan er myndbútur með pólskum þingmönnum sem segja Bandaríkjastjórn til syndanna. Þar fyrir neðan má nálgast umræðuþáttinn með Aaron Maté með því að smella á hlekkinn sem fylgir:

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá þáttinn:

Fara efst á síðu