Sprenguárás Úkraínu á Olenja gæti hafa verið gerð frá Noregi eða Finnlandi

Flugvél sömu gerðar og Úkraína segist hafa eyðilagt í drónaárás (mynd: Vikipedia).

Úkrínska Pravda ásamt Kiyv Independent segja, að Úkraína hafi ráðist á rússnesku flugherstöðina Olenja. Árásin var gerð með dróna og í árásinni eyðilagðist TU-22M3 sprengjuflugvél sem borið getur kjarnorkuvopn. Flugherstöðin er í meira en 1800 kílómetra fjarlægð frá Úkraínu en aðeins 200 km frá finnsku og norsku landamærunum og 400 km frá Svíþjóð.

Kristian Åtland varnarsérfræðingur segir í Verdens Gang að hugsanlegt gæti dróninn hafa verið sendur frá rússnesku yfirráðasvæði af úkraínskum aðilum eða frá þriðja landi sem gæti verið Noregur eða Finnland. Sé það rétt að farið sé að ráðast á Rússland frá öðrum löndum en Úkraínu mun það auka spennuna verulega frá því sem áður var.

Stríðið nálgast Norðurlönd

Åtland segir:

„Það getur vel verið að Rússar komi með ásakanir um, að dróninn hafi verið sendur frá norsku eða finnsku yfirráðasvæði en þá ættu þeir að hafa góðar staðreyndir áður en slíkar ásakanir koma fram.”

Átland segir þetta sýna, hvernig stríðið nálgast Evrópu og ögrar öryggistilfinningu Rússa á Kólaskaga. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði við finnska fjölmiðla eftir árásina samtímis sem hann hvatti Úkraínu til að halda áfram með svipaðar árásir:

„Við verðum bara að að fara að venjast því, að við eigum í stríði við landamæri okkar. Við höfum enga ástæðu til að hafa áhyggjur í Finnlandi. Við höfum stjórn á ástandinu og getum brugðist við. Við höfum verið í sambandi við forsætisráðherra Svíþjóðar um árásina og hvernig við munum bregðast við. Við verðum líka að venjast því, að Úkraína verður að beita öllum ráðum til að vinna þetta stríð.”

Árás á kjarnorkuher Rússlands litið alvarlegum augum í Rússlandi

Í árásinni var Tu-22M3 hersprengjuflugvél sem er hluti af kjarnorkuher Rússlands eyðilögð. Árásum gegn eigin kjarnorkuhersveitum má samkvæmt rússneskum kenningum svara með kjarnorkustríði og því er árásin fullkomlega alvarleg.

Í athugasemd til SVT skrifar fjölmiðlafulltrúi Ulf Kristersson:

„Forsætisráðherrann deilir þeim grundvallarskilaboðum finnska forsetans að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur. Við eigum í stríði í okkar nærumhverfi og fylgjumst vel með þróun mála. Svíar hafa náin samskipti við nágrannalönd okkar, ekki síst við Finnland varðandi öryggisástandið.“

Carl Bildt fv. forsætisráðherra Svíþjóðar tísti:

Meira á Expressen

Fara efst á síðu