Sprengjusérfræðingar vinna að rannsókn í Stokkhólmi eftir sprengjuárás í nótt.
Glæpahópar sænskra innflytjenda taka ekkert páskafrí. Til að gera föstudaginn langa enn lengri, þá hófust sprengjuárásir þegar í nótt og morgun. Aftonbladet skrifar að hótanir séu um fleiri sprengjuhryðjuverk í tengslum við peningagreiðslur.
Stokkhólmur
Sprenging varð aðfaranótt föstudagsins langa í fjölbýlishúsi í Bagarmossen í suðurhluta Stokkhólms þar sem handsprengja sprakk í íbúðarhúsi. Tilkynning um sprengjuárásina kom klukkan 02:26 og lögregla, björgunarsveitir og sjúkrabíll fóru á vettvang.
Gautaborg
Um svipað leyti sprakk sprengja við dyr raðhúss í Kungälv fyrir utan Gautaborg. Enginn slasaðist en lögreglan segir við GöteborgsPosten að núna sé verið að kanna hvort íbúar hússins hafi verið undir einhverjum hótunum.
Trelleborg
Tvær sprengjuárásir voru föstudagsmorguninn í miðborg Trollhättan. Helene Ramsmo, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar segir að sprengjurnar hafi sprungið með nokkurra mínútna millibili. Sprengingarnar urðu á hárgreiðslustofu og í söluturni um 200 metra fjarlægð frá hárgreiðslustofunni.
Almenn óánægja Svía með aumingjaskap yfirvalda
Á samfélagsmiðlum tjáðu margir óánægju sína með bæði innflytjendastefnuna og viljaleysi stjórnvalda til að breyta ástandinu. Grínistinn Jens Ganman skrifar á X:
„Borgarastyrjöldin heldur áfram. Á vissan hátt er það óskiljanlegt vegna þess að við höfum sett á laggirnar rannsóknir? Við höfum hækkað refsistigið um 6 mánuði? Ulf Kristersson hefur dregið hundruð Pride-fána að húni. Það er eitthvað sem ekki stemmir.“
Inbördeskriget fortsätter. Och på ett sätt är det obegripligt för vi har ju tillsatt utredningar? Vi har höjt straffskalan med 6 månader? Ulf Kristersson har hissat hundratals Prideflaggor. Nåt stämmer inte här. Och snart är det valår… hur ska det gå… ock-ock-ock, som… pic.twitter.com/cVZqkHy9FS
— JensGanman (@JensGanman) April 18, 2025