Sprengjuárásir haldbær útflutningur Svía til Norðmanna

Nú hefur „sænska heilkennið“ komið til Noregs í formi ofbeldisfullra glæpahópa og ættbálka sem skjóta og sprengja til að hræða og drepa. Leiðtogi Framfaraflokksins, Sylvi Listhaug, komst að þessari niðurstöðu eftir sprengjuárás í norsku höfuðborginni Ósló á þriðjudagskvöld.

Það var klukkan níu í gærkvöldi sem sprengja sprakk og lögreglan hvatti íbúa á svæðinu til að vera innandyra. Lögreglan gerði einnig handsprengju óvirka. Þrír unglingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að uppgjöri milli glæpahópa. Lögreglan framkvæmdi húsleit og snemma miðvikudagsmorgun lauk lögreglan aðgerðunum.

Vitni segir við NRK að hann hafi séð bíl aka frá Bislett-leikvanginum. Tveimur handsprengjum var kastað út um gluggann, önnur sprakk en hin ekki.

Jonar Teigen varð vitni að atvikinu og segir við NRK að hann hafi heyrt sprengingu og margir hafi hringt í lögregluna:

„Þetta var heljarmikill hvellur. Við sáum einhvern grípa í hettuklæddan mann sem hljóp af vettvangi.“

Annað vitni segir sprenginguna hafa verið svo mikla að hann fékk hellur fyrir eyrun.

Afleiðingar af margra áratuga opnum landamærum Svíþjóðar eru fyrir löngu farnar að berast til nágrannalandanna. Það hefur leitt til þess að Danmörk hefur tekið upp landamæraeftirlit gegn Svíþjóð. Opin landamæri gagnvart Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku eru að einangra Svíþjóð á Norðurlöndum og lengi getur vont versnað.

Sylvi Listhaug hefur varað við þróuninni í Svíþjóð í mörg ár. Hún fór á vettvang í Ósló á miðvikudag og segir í viðtali við VG:

„Þegar farið er að sprengja handsprengjur í Ósló af ódæðismönnum sem geta verið niður í 13 ára aldur, þá líkist það á sláandi hátt ástandinu í Svíþjóð. Núna erum við komin á þann stað sem Framfaraflokkurinn hefur varað við lengi.“

Listhaug telur að ekki sé lengur hægt að neita áskoruninni og segir að undir stjórn Støre hafi glæpasamtök frá Svíþjóð komið sér fyrir í öllum lögregluumdæmum Noregs:

„Kripos [norska sakamálalögreglan] hefur varað við því að skipulögð glæpastarfsemi sé stærsta ógn Noregs. Støre hefur sagt að umræðan um sænskar aðstæður eigi frekar heima á sænska þinginu en á Stórþinginu og aðeins þremur dögum fyrir kosningarnar sagði hann að umræðan um sænskar aðstæður væri „aðalumræðuefni“ og að glæpanet í Noregi séu mjög ólík því sem við sjáum í Svíþjóð.“

„Við þurfum að eiga opnar umræður um þá staðreynd að fólk af erlendu bergi er í háu hlutfalli glæpatölfræðinnar. Ef við ætlum að endurheimta öryggið, þá telur Norski þjóðarflokkurinn það afar mikilvægt að við tökum upp harða innflytjendastefnu.“

Fara efst á síðu