Sólarrafhlöðubransinn að hruni kominn í Svíþjóð

Sólarrafhlöðubransinn er að hruni kominn í Svíþjóð. Á síðasta ári fóru 147 fyrirtæki á hausinn og í ár hafa að minnsta kosti 50 fyrirtæki til viðbótar orðið gjaldþrota samkvæmt frétt ríkisútvarpsins P4 Kalmar.

Oskar Lindersson smáfyrirtækjarekandi segir við P4 að markaðurinn sé „alveg dauður.“   

Sjálfur hefur hann hætt störfum í bransanum og farið aftur í fyrra starf. Vinna við að byggja sólarrafhlöður á hús er bara tilfallandi aukavinna.

Að sögn Lindersson hafa hærri vextir og ódýrara rafmagn leitt til hrunsins:

„Ég held ekki að við getum séð hvenær þessu ástandi ljúki“ segir hann og bætir við, að það sé í rauninni aðeins eitt sem geti bjargað greininni og það er að framkvæmdir komist í gang að nýju:

„En horfurnar eru ekki svo góðar núna, miðað við ástandið í heiminum.“

Fara efst á síðu