Núna er hásumar og fjölskyldur sem koma því við reyna að njóta samvistar og veðurblíðunnar. Þannig er það líka með þá sem að Þjóðólfi standa.
Þjóðólfur reynir að standa vaktina alla daga en heldur kannski ekki upp fullum dampi næstu tvær vikurnar vegna ofangreindra ástæðna.
Vonumst til að lesendur og velunnarar geti líka notið góða veðursins og þökkum öllum sem eru með okkur í því að skapa öflugan miðil fyrir öfluga andspyrnu gegn árásum illra afla sem vilja taka landið okkar frá okkur. Fram undan er úrslitaorusta um lýðveldið Ísland.
Við tökum á móti greinum sem má senda á gustaf@thjodolfur.is (Því miður virkar ekki kontaktsíðan okkar enn þá en við munum laga það síðar). Þeir sem vilja vekja athygli okkar á einhverju málefni geta sent okkur hlekki á síður eða upplýsingar ásamt hlekkjum á myndskeið og þess háttar, textasíður eru léttari, þar sem meiri tími fer í að hlusta á og nota efni úr myndskeiðum. Þá verður upplýsingaleitin greiðari. Það er hafsjór upplýsinga þarna úti og allar eru ekki sannar svo við birtum ekki allt sem okkur er bent á.
Hlutverk Þjóðólfs er að standa vörð um fullveldi Íslendinga, frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Þjóðólfur mælir fyrir sameiningu allra góðra krafta á viðsjárverðum tímum, þegar margir stjórnmálamenn líta ekki á verkefni sitt lengur að vinna fyrir kjósendur heldur sem tæki að eigin frama og ávinningi.
Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.