Hvað er verið að bera á borð fyrir börnin okkar í leikskólum og grunnskólum landsins?
Á Akureyri hafa foreldrar tekið sig saman og stofnað barna-, velferðar- og foreldrafélagið DRENGLYNDI til að gæta hagsmuna barna sinna sem þeim ber skylda til að gera samkvæmt grunnskólalögum landsins. Lögmaður í málflutningi félagsins er Logi Kjartansson, lögmaður sem að þessu sinni er sérstakur gestur í þætti Ísafoldar.
Logi Kjartansson gerir grein fyrir ástæðum foreldranna sem telja að stjórn Akureyrarbæjar hafi varið út fyrir valdsvið sitt með því að gera verktakasamning við lífskoðunarfélagið Samtökin 78. Með Drenglyndi vilja foreldrarnir að Akureyrarbær rifti verktakasamningum við aðila sem skortir forsendur til að meðhöndla það efni sem borið er á borð fyrir börn þeirra.
Mörg atriði grunnskólalaga eins og lögmætisregla, hlutlægnisregla og jafnræðisregla eru til þess gerð að jafnvægi sé í því sem borið sé á borð fyrir börn í grunnskólum en foreldrarnir telja að þar sé ekki rétt farið að hlutunum og ójafnvægi í reynd að einum félagsskap skuli gert hærra undir höfði samanborið við önnur félög. Gildir það bæði um kaup þjónustu viðkomandi félags sem og markaðssetningu á hagsmunum félagsins.
Logi tók skýrt fram og undirstrikaði að málið snérist ekki um rétt fólks til að hafa skoðanir, stofna félög eða vera kynverur. Málið snýst um það sem borið er á borð fyrir börnin okkar í leik- og grunnskólum landsins, í þessu tilviki á Akureyri. Akureyrarbær hefur að mati Drenglyndis ekki lagaheimild til að framselja vald til einkafélags með þeim hætti sem gert er, sér í lagi þar sem einkafélagið uppfyllir ekki gæðakröfur til að fylgja lögum ríkisins um kennslu og námsefni í grunnskólum landsins.
Í öðru máli sendi félagið bréf til menntayfirvalda með kæru varðandi flöggun fyrir einkafélagið sem ekki samrýmist lögum að mati Drenglyndis.
Enginn fjölmiðill hefur haft samband við Loga til að fá upplýsingar um málið svo mikil þöggun er í gangi. Þjóðólfur þakkar Loga Kjartanssyni fyrir viðtalið og hann hvetur aðra foreldra á Íslandi til að gegna skyldunnar að gæta hagsmuna barnanna. Réttur foreldra og barna er lögvarinn en ef enginn gerir neitt mun það ekki vernda börnin sem þurfa á foreldrunum að halda, þegar út af bregður í skólakerfinu eins og núna hefur sýnt sig.
Þjóðólfur tekur undir þessi orð og vonar að ljósið sem Drenglyndi tendrar fyrir börnin lýsi upp landið svo aðrir foreldrar skilji og notfæri sér réttindi og einnig lagalegar skyldur gagnvart hag barnanna. Aðeins þannig verður börnum tryggt öruggt kennsluefni og skólaganga.
Smelltu á spilarann til að sjá þáttinn hér að neðan: