Samkvæmt hagstofu ESB, Eurostat, þá hafa skuldir ríkisins miðað við landsframleiðslu aukist meðal aðildarríkja ESB á síðasta ársfjórðungi. Mest stækka skuldir þeirra ríkja sem hafa inleitt evruna sem gjaldmiðil, þar eru ríkisskuldir í mörgum dæmum á mörkum þess að viðkomandi geti lifað með þeim. Lönd eins og Danmörk, Noregur og Svíþjóð skera sig úr með tiltölulega lágum ríkisskuldum.
Hagstofa ESB hefur borið saman skuldir aðildarríkjanna á síðasta ársfjórðungi 2023 við lok fyrsta ársfjórðungs 2024. Reiknað er með öllum ríkjum ESB, einnig þeim sem eru utan evrusvæðisins. Útkoman er vísbending um þá erfiðleika sem bíða ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil.
Evrusvæðið illa statt
Samanlagðar ríkisskuldir aðildarríkja ESB námu 82% á fyrsta ársfjórðungi 2024, samanborið við 81,5% ársfjórðunginn á undan. Í aðildarríkjum evrusvæðisins er skuldirnar að meðaltali 88,7% sem er aukning frá 88,2% síðasta ársfjórðung 2023.
Norðurlöndin Danmörk, Svíþjóð og Noregur hafa lágar ríkisskuldir miðað við ESB, Noregur með 42,2%, Danmörk með 34% og Svíþjóð með 30,8%. Minnstu skuldir ESB-ríkja hafa Búlgaría 22,6%, Eistland 23,6% og Lúxemborg með 27,2%.
Útlitið gott hjá Norðmönnum
Noregur á risastóran olíusjóð (15 þúsund milljarðar norskra króna)sem dugar margfaldlega til að borga núverandi þjóðarskuld. Samtímis hefur Noregur tapað skattatekjum eftir að eignarskattur var hækkaður verulega fyrir tæpum tveimur árum og margir milljarðamæringar flúðu landið og fluttu til Sviss.
Noregur hefur valið að vera ekki meðlimur í ESB hefur landið staðið sig vel efnahagslega með eigin gjaldmiðil í stað evrunnar.
Sorgleg útkoma fyrir talsmenn evrunnar
Að skuldir hins opinbera í mörgum evrulöndum rjúka upp úr öllu valdi er staðreynd sem tölur Eurostat geta ekki falið. Skuldir hins opinbera í mörgum evrulöndum eru ósjálfbærar og næsta stóra evrukreppa hímir handan hornsins.
Lönd utan evrusvæðisins þurfa ekki að greiða í ótal „björgunarpakka“ eða „stöðugleikasjóði“ til að bjarga evrunni eins og evrulöndin neyðast til að gera. Alla vega ekki jafn mikið. Efnahagsstaðreyndirnar eru því góðar fréttir fyrir verjendur þjóðlegra gjaldmiðla og að sama skapi sorgleg útkoma fyrir talsmenn og fylgjendur evrunnar. Að næsta evrukrísa kemur er öruggt, spurningin er bara hvenær.
Staðreyndir – stærstu þjóðarskuldir ESB (miðað við landsframleiðslu):
Grikkland 159,8%
Ítalía 137,7%
Frakkland 110,8%
Spánn 108,9%
Belgía 108,2%
Portúgal 100,4%
Heimild: Eurostat