Skotárás í verslunarmiðstöð í Sollentuna Centrum

Fólk komst hvorki inn né út, því lögreglan lokaði verslunarmiðstöðinni. (Mynd skjáskot SVT).

Glæpastríðið hefur verið á þröskuldi venjulegra Svía í nokkur ár núna og viðbjóðurinn af þessum glæpamönnum er mikill og fyllir fólk skelfingu, reiði og hatri. Fréttaritari býr í Sollentuna aðeins fimm mínútna gang frá verslunarmiðstöðinni og við hjónin erum þarna oft í hverri viku til að versla og fá okkur matarbita m.a. í Food court. Við vorum heppin að vera ekki þar í dag; um ellefuleytið komu óprúttnir náungar inn og skutu fleiri kúlum í mann í sem var þar. Var hann að snæða hádegisverð, þá var það líklega síðasta máltíð mannsins, því samkvæmt fréttum, þá fékk hann margar kúlur í sig.

Ástandið er orðið þannig, að enginn er óhultur neins staðar og maður bíður bara eftir nýju hryðjuverki, þar sem margir verða drepnir samtímis. Sprengingar og skotárásir eru daglegir viðburðir og Stokkhólmur virðist komin fram úr ofbeldinu í Malmö og Gautaborg. Mannslífið gengur á rúma milljón krónur íslenskar ef marka má pantanir á sænskum barnahermönnum til Danmerkur til að drepa Dani. 14 ára guttar teknir með handsprengjur í plastpokum, allt niður í 11 ára börn munda byssum og hríðskotabyssum.

Eins og frekar er venja en hitt, þá náðust ekki morðingjarnir í þetta sinn. Tveir grímuklæddir menn sáust hlaupa frá verslunarmiðstöðinni sem núna er lokuð eftir að henni var útrýmt vegna skotárásarinnar. Hér eru linkar af frásögn ódæðisins, Aftonbladet, Expressen, SVT.

Eini miðillinn á Íslandi sem segir eitthvað frá ofbeldinu hérna er Morgunblaðið. Samt ná þeir ekki að segja frá hverri einustu skotárás eða sprengjuárás. Til þess þarf a.m.k. einn starfsmann á fullum launum. Ríkisútvarpið má henda sér í vegginn með bæði menntamálaráðherra og stjórnmálahyskinu sem leyfa þessum miðli að stunda lygaáróður með þöggun og sleikjuhátt við sænska krata og mætti bæta við – glæpamennina hér líka. Bogi Ágústsson heilaþvottameistari ríkisins ætti að vera búið að reka fyrir löngu síðan. En hvorki sannleikur né réttlæti virkar lengur á Íslandi vegna allrar spillingarinnar þar. Þess vegna er skotárásin í Sollentuna núna bara ein lauflétt viðvörun til Íslendinga um það sem er í vændum á Suðurnesjum og í Reykjavík. Ég hef áður varað við því, hversu létt væri fyrir vopnaða erlenda hryðjuverkamenn að hertaka Ísland. Lögreglan er bæði í launa og vopnasvelti, því fábjánarnir í ríkisstjórninni hafa meiri áhuga á því að láta mynda sig með Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna en að vinna fyrir landsmenn.

Um helgina var skotárás í annarri verslunarmiðstöð, Kungsmässan í Kungsbacka. Það var starfsmaður einnar verslunarinnar sem fékk kúlur í sig. Þar tókst lögreglunni að grípa ódæðismanninn. Þessi verslunarmiðstöð var valin sú besta í Svíþjóð í ár: Uppáhalds verslunarmiðstöð Svía.

Enginn gengur lengur óhultur í Svíþjóð.

Fara efst á síðu